Bændablaðið - 07.09.2023, Blaðsíða 53
53Bændablaðið | Fimmtudagur 7. september 2023
Dagar við Dýrafjörð
– Minningabók Bjarna Guðmundssonar, fyrrverandi prófessors
Bjarni Guðmundsson, fyrr
verandi prófessor við Land
búnaðarháskóla Íslands, hefur
gefið út minningabókina Dagar
við Dýrafjörð.
Í áttatíu þáttum – og með ríflega
eitt hundrað teiknimyndum – rifjar
höfundur upp umhverfi og atvik úr
uppvexti sínum þar vestra um miðja
síðustu öld.
Teikningar höfundar
Útgáfa bókarinnar var formlega
kynnt í Samkomuhúsinu í Haugadal
í Dýrafirði á dögunum. Þar kom
fram að á uppvaxtarárum Bjarna
í Dýrafirði var margt að breytast í
byggðarlaginu; í daglegum störfum,
vinnubrögðum og viðhorfum.
Flestir þáttanna eru kryddaðir
teikningum höfundar. Um tilgang
bókarinnar segir í formála hennar:
„Ég vona að þú hafir gagn og
gaman af verkinu. Mér þætti best ef
við lestur þess kviknar hjá þér hugsun
um þína eigin aðstöðu,
þitt æskuumhverfi. Hver
á sína ungdómsveröld.
Geyma sambærilega
drætti þótt ólíkar séu.
Saman móta þær
mynd af fjölbreyttu og
síkviku samfélagi, sem
á margar og misdjúpar
rætur. Til rótanna
sækjum við næringu og
þrótt – svo og festu sem nauðsynleg
er í hverfulum heimi.“
Kennsla og rannsóknir
á Hvanneyri
Bjarni er fæddur og uppalinn
á Kirkjubóli í Dýrafirði. Að
loknu framhaldsnámi var hann
lengi kennari við Bændaskólann
á Hvanneyri og síðan prófessor
við Landbúnaðarháskóla Íslands
til opinberra starfsloka. Samhliða
kennslu stundaði Bjarni rannsóknir,
einkum á verkun fóðurs og tækni
við hana og miðlaði bændum
fróðleik um fóðurverkun um
langt árabil með greinaskrifum
og fyrirlestrum á bændafundum
víða um land.
Bjarni hefur skrifað bækur
um búfræði og búnaðarsögu, m.a.
um verkhætti við bústörf svo sem
jarðyrkju og heyskap á tuttugustu
öld og breytingar á þeim.
Höfundurinn gefur bókina
út sjálfur og er hún fáanleg hjá
honum á Hvanneyri á meðan
upplag endist. /sá
Bjarni Guðmundsson.
Borgfirskri 19. aldar sögu gerð skil
Út er komin bókin „Gleymd skáld og gamlar sögur – sagnaþættir
úr Borgarfirði“ sem Helgi Bjarnason blaðamaður hefur tekið
saman og gefið út.
Höfundur segir um efni bókarinnar að það sé gluggi inn í líf,
störf og örlög Borgfirðinga á 19. öld og upp úr aldamótum 1900.
532 menn og konur komi við sögu og 125 býli í Borgarfirði séu
nefnd og að auki 63 annars staðar.
Borgfirsk rímnaskál og hagyrðingar
Gerð er grein fyrir ævi nokkurra borgfirskra rímnaskálda og
hagyrðinga og sagðar sögur af fleira fólki og forvitnilegum
atburðum. Þá er farið með lesendur í hringferð um Borgarfjörð í
kjölfar ljósmyndara úr hópi danskra landmælingamanna sem voru
þar við mælingar og kortagerð árið 1910. Segir Helgi að í bókinni
séu einstæðar ljósmyndir af fólki á nokkrum bæjum og stöðum og
komið við í Heyholti, Svignaskarði, Stafholti, á Hamraendum, í
Norðtungu, Víðgelmi, Deildartungu, Bæ í Bæjarsveit, við Hvítá
og í Borgarnesi.
Bókin er í kiljuformi, 203 blaðsíður að stærð og er prýdd fjölda
ljósmynda og teikninga. Hún er fáanleg hjá höfundi. /sá
Til sölu er jörðin Tannstaðabakka, 500 Stað, Húnaþingi vestra,
ásamt öllum fasteignum, vélum og tækjum, ásamt rekstri
þeirrar mjólkur- og nautakjötsframleiðslu sem stunduð hefur
verið á jörðinni.
Jörðin er um 300 ha að stærð, þar af um 80 ha ræktað land
og 12 ha skógrækt. Mjólkurkvóti er 329.031 ltr.
Söluverð eignarinnar 335 m.
Áhugasamir vinsamlegast hafið samband í netfangið
mareik1809@gmail.com.
Tannstaðabakki, 500 Stað, Húnaþing vestra
Til sölu DFSK C31 pallbíll
Árgerð 2017. Burðargeta 1.200 kg. Bifreiðin er ekinn aðeins 514 km.
Lipur og duglegur vinnubíll. Verð 2.100.000 kr. +vsk.
Upplýsingar í síma 863-2548.
VIG framleiðir vandaðar og traustar þvottasnúrur
fyrir íslenskar að stæður. VIG þvottasnúrurnar liggja
samsíða og snúningurinn tryggir að það blæs alltaf
rétt í þvottinn.
Tanga · 801 Selfoss
Sími 486 1810 · Fax 486 1820
www.vig.is · vig@vig.is
ÍS
LE
NSK F
RAM
LE
IÐ
SLA
UM
A
LL
T L
AND
VIG afhendir þvottasnúrurnar með öllum boltum,
snúrum, smurefni og undirstöðu í jörðina.
Vélsmiðja Ingvars Guðna
Vélsmiðja Ingvars Guðna
BÆJARHRAUNI 12
220 HAFNARFIRÐI
S. 555 4800
Hafnargata 52
260 Reykjanesbæ
S. 421 7510
Hrísmýri 7
800 Selfossi
S. 482 4200
Furuvöllum 15
600 Akureyri
S. 535 9085
Sólvangi 5
700 Egilsstöðum
S. 471 1244
STÓRVERSLUN STÓRVERSLUN
BÍLDSHÖFÐA 12
110 REYKJAVÍK
S. 535 9000
Skoðaðu vöruúrvalið á
www.bilanaust.is
BETRA AÐ EIGA EN VANTA!
VAKTARAR - TALSTÖÐVAR - HÖFUÐLJÓS - BÆTIEFNI