Bændablaðið - 07.09.2023, Blaðsíða 49
49Bændablaðið | Fimmtudagur 7. september 2023
STEINHELLA 4, HAFNARFJÖRÐUR SÍMI: 837 7750 INFO@BILXTRA.IS
kr425,000
KERRUR Á HAGSTÆÐUM VERÐUM!
BILXTRA.IS
kr950,000
kr,000
kr1,450,000
Skorri ehf • Bíldshöfði 12 • 110 Rvk • 577-1515 • Nýtt! vefverslun: www.skorri.is
Áhorfendabekkurinn Mynd / BS
að nú skyldi Sæunn heiðruð og
afreksfólki boðið að synda í klauffar
hennar. Síðasta laugardag í ágúst á
því herrans ári 2018, undir vökulu
eftirliti björgunarfólks, lögðu ellefu
hetjur af stað frá Flateyrarodda og
stefndu yfir fjörð. Tæpri klukkustund
síðar voru allir komnir á land í
fjörunni við Valþjófsdal, á sama stað
og Sæunn steig á land árið 1987.
Á Flateyri kvöddu Breiðadals-
bændur sundfólkið eins og Hörpu
forðum og í Valþjófsdal tóku
Kirkjubólsbændur á móti. Enginn
var þó leiddur í fjós eins og Sæunni
heldur boðið í heit ker og heita
drykki til að verma kaldan skrokkinn
eftir volkið í sjónum.
Frá upphafi hafa 76 einstaklingar
lagt af stað í klauffar Sæunnar, nú
síðustu ár reyndar öfuga leið, lagt
er af stað frá Valþjófsdal og gengið
á land á Flateyri. Þetta hefur þótt
öruggara því aðgengi í Valþjófsdal
er þröngt og ekki einfalt að stýra
umferð þannig að sjúkrabifreið
hefði óhindraða aðkomu ef á
þyrfti að halda, eins er auðveldara
fyrir áhorfendur að fylgjast með
sundhetjum koma að landi á
Flateyri og styttra í sundlaugina.
Margir synda á hverju ári enda
eru Flateyringar með afbrigðum
gestrisnir og kunna vel að meta þetta
hrausta fólk.
Björgunarsveitir á norðanverðum
Vestfjörðum leika lykilhlutverk í
viðburði eins og Sæunnarsundið
er, ekkert er mikilvægara en
að gæta fyllsta öryggis og án
björgunarsveitanna er ekki synt í
klauffar Sæunnar.
Á næsta ári fer Sæunnarsund fram
þann 31. ágúst og er undirbúningur
fyrir það þegar hafinn. Hótelið í
Holti í Önundarfirði hefur verið
tekið frá fyrir hópinn alla helgina
og stefnt er á glæsilegt lokahóf þar
sem afrekum dagsins verður fagnað.
Bryndís Sigurðardóttir
Úfinn sjór. Mynd / Elísa Kristinsdóttir
Sara Friðgeirsdóttir er sátt við sitt afrek, Svanborg, Hrönn og Jón Ágúst eru
henni til aðstoðar þegar á fast land er komið. Mynd / BS