Bændablaðið - 07.09.2023, Blaðsíða 38

Bændablaðið - 07.09.2023, Blaðsíða 38
38 Bændablaðið | Fimmtudagur 7. september 2023 Hjónin Jóhann Pjetur Jónsson og Harpa Jóhanna Reynisdóttir á Hæl í Flókadal hafa smalað umferðarþyngstu þjóðvegi Vestur- lands frá árinu 2008. Fyrir hverja helgi á sumrin reka þau fé af vegunum til að fækka slysum, en vegna umferðarþunga sinna þau þessu starfi á næturnar. Yfir björtustu mánuðina geta Jóhann og Harpa smalað í kringum miðnætti. Þegar dagarnir styttast þurfa þau alltaf að seinka brottför og þegar Bændablaðið slóst með í för fyrir skemmstu, fóru þau af stað í birtingu klukkan fimm að morgni. Hjónin fara alltaf á fimmtudögum og föstudögum, til þess að færra sauðfé sé á þjóðvegunum þegar mesta umferðin er um helgarnar, og aka samtals 330 kílómetra. Jóhann segir að þetta sé minnst tveggja manna verk, þar sem annar aðilinn þurfi að aka bílnum, á meðan hinn sér um að reka. Jóhann sinnir oftast nær akstrinum en hann segir Hörpu vera lunknari með hundinn, níu ára Border Collie sem heitir Kolur. Fylgjast með sauðfé og bílum Ferlið er yfirleitt þannig að þau aka eftir veginum og fylgjast með hvort þau sjái kindur á vegstæðinu, eða utan girðinga í návígi við þjóðveginn. Þau byrja gjarnan á að stugga við fénu með því að aka á eftir þeim flautandi. Þegar Jóhann er búinn að athuga hvort enginn bíll sé í návígi fer Harpa út. Kindurnar vita margar hvað er í vændum og hlaupa í burtu um leið og Kolur stekkur úr bílnum. Harpa skráir niður hvar þau stoppa og fjölda kinda á hverjum stað og eru gögnin notuð í tölfræði hjá Vegagerðinni. Kindurnar rata oft aftur í göt á girðingunum, en víða eru hlið sem hægt er að hleypa þeim í gegn. Í Norðurárdal er stórt svæði þar sem þjóðvegurinn er ekki girtur, en þá hlaupa kindurnar yfir á. Þetta starf er á vissan hátt eilífðarverkefni þar sem margar kindur fari fyrr en seinna aftur á veginn. Harpa nefnir þó að kindurnar geti dólað sér í nokkra daga í öruggri fjarlægð frá veginum, eftir að þær hafa verið reknar. Þar sem hjónin hafa sinnt þessu starfi í fimmtán ár þekkja þau leiðina afar vel. Þau vita því hvar öll hlið sem má reka í gegnum eru staðsett og hvert sé best að stugga fénu hverju sinni. Þau segja að þetta séu oft sömu kindurnar sem þau eru byrjuð að þekkja. Þau nefna dæmi um botnótta á með tveimur botnóttum lömbum, sem þau sáu alltaf á sama stað við þjóðveginn eitt sumarið. Í lok sumars hefur líklega einhver keyrt á ána, því þau hættu að sjá hana en lömbin héldu sig áfram á sama stað. Frá Hvalfjarðargöngum að Holtavörðuheiði Á fyrri smaladeginum, sem er fimmtudagur, hefjast hjónin handa við Borgarfjarðarbraut við Flókadal. Þar aka þau Borgarfjarðarbraut að Baulu. Þaðan aka þau Hringveginn í átt að Borgarnesi. Þá fara þau LÍF&STARF Stóðréttir haustið 2023 Stóðréttir verða með sama brag og venjulega og birtist hér listi yfir þær helstu á landinu. Listi yfir fjárréttir eru á blaðsíðum 32-33 og upplýsingar um viðbætur eða leiðréttingar skal senda á netfangið rebekka@bondi.is. /smh Auðkúlurétt við Svínavatn, A.-Hún. sunnudaginn 1. október 11.00 Árhólarétt (Unadalsrétt) við Hofsós, Skag. föstudaginn 29. september Deildardalsrétt í Deildardal, Skag. föstudaginn 29. september Flókadalsrétt, Fljótum, Skag. Vantar upplýsingar Fossárrétt á Skaga, A.-Hún. laugardagur 16. september Hlíðarrétt við Bólstaðarhlíð, A.-Hún. sunnud. 17. september kl. 16.00 Kjalarlandsrétt, A.-Hún. laugardaginn 16. september Laufskálarétt í Hjaltadal, Skag. laugardaginn 30. september Melgerðismelarétt í Eyjafjarðarsveit laugardaginn 7. október Miðfjarðarrétt í Miðfirði, V. - Hún. sunnud. 10. september kl.11.00 Selnesrétt á Skaga, Skag. laugardaginn 16. september Skarðarétt í Gönguskörðum, Skag. laugardaginn 16. september Skrapatungurétt í A.-Hún. sunnudag.17. sept. kl.11.00 Staðarrétt í Skagafirði laugardaginn 16. september Tungurétt í Svarfaðardal, Eyf. laugardaginn 7. október Unadalsrétt (Árhólarétt) við Hofsós, Skag. Upplýsingar vantar. Undirfellsrétt í Vatnsdal, A.-Hún. sunnud. 24. sept. kl. 09.00 Víðidalstungurétt í Víðidal, V.-Hún. laugard. 7. október kl. 11.00 Þverárrétt í Eyjafjarðarsveit laugardaginn 7. október Þverárrétt í Vesturhópi, V.-Hún. laugard. 30. sept. kl. 12:30 ÞARFTU AÐ KOMAST AAAÐEINS HÆRRA? Frábær samanbrjótanlegur vinnupallur 60 x 196cm, vnr. 50190824 www.byko.is NÚNA -33% 59.995 89.995 Nætursmalar – Smala þjóðvegi Vesturlands Jóhann segir Hörpu lunknari með hundinn. Hann sér því um aksturinn. Sauðfé rekið af Hringveginum í Norðurárdal í birtingu á föstudegi. Til að fækka slysum í helgarumferðinni á sumrin lætur Vegagerðin á Vesturlandi verktaka smala umferðaþyngstu vegina vikulega. Myndir / ÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.