Bændablaðið - 07.09.2023, Blaðsíða 59

Bændablaðið - 07.09.2023, Blaðsíða 59
59Bændablaðið | Fimmtudagur 7. september 2023 Völuteig 4 - 270 Mosfellsbær www.vinnuvelarehf.is - S: 496 4400 Vinnslubreidd: 2,0m Dýpt á kubbi: 1,2m Verð kr. án vsk. Kr. 2.399.400 m/vsk 1.935.000 Þýsk gæði og áreiðanleiki STRAUTMANN STÆÐUSKERAR Lausleg lýsing Hér um að ræða stóra garðyrkjustöð í fullum rekstri, húsakostur rúmlega 5000 fermetrar að stærð, með stækkunarmöguleikum, staðsett á um fjögurra hektara eignarlandi. Aðgangur að borholu með heitu vatni. Til sölu Garðyrkjubýlið Reykás Reykás stendur á um fjögurra hektara landi, úr jörðinni Götu Hrunamannahreppi. Nánari upplýsingar gefur Magnús Leópoldsson í síma 892 6000 eða magnus@fasteignamidstodin.is Völuteig 4 - 270 Mosfellsbær www.vinnuvelarehf.is - S: 496 4400 1.000m3 án vsk. 2.800.000 1.500m3 án vsk. 3.500.000 Verðdæmi: 2.000m3 án vsk. 4.300.000 Hagkvæm geymsla verðmæta MYKJULÓN Kr. 3.472.000 m/vsk Kr. 4.340.000 m/vsk Kr. 5.332.000 m/vsk Mykjulón eru hagkvæm og afturkræf aðferð við geymslu á húsdýraáburði sem gerir bændum kleift að hámarka verðmæti áburðarefna og uppfylla kröfur um geymslu búáráburðar. Mykjulón eru styrkhæf framkvæmd. Sauðfjárdómar og forystufé – Uppfærsla á dómstiganum samþykkt í fagráði RÁÐGJAFARMIÐSTÖÐ LANDBÚNAÐARINS Fagráð í sauðfjárrækt samþykkti tvær breytingar á dómstiganum sem notaður er við lambadóma, nú í ágúst. Annars vegar er um að ræða breytingar á viðmiðum fyrir einkunn fyrir bak og hins vegar eru það breytingar á dómum fyrir ull. Þegar hrútum er gefin einkunn fyrir bak er haft til hliðsjónar kröfur um vöðvaþykkt, fitu og lögun bakvöðva auk þess sem tekið er tillit til þroska gripsins. Á síðustu árum hafa orðið talsverðar framfarir í þykkt bakvöðva. Var því orðin nokkur samþjöppun í einkunnum fyrir bak þar sem algengasta einkunnin er 9,0. Ákveðið hefur því verið að auka kröfurnar um 2 mm fyrir hverja einkunn dómstigans fyrir bak. Einnig var ákveðið að gera þá breytingu að fyrir hæstu bakeinkunnir eru nú gerðar meiri kröfur um lágmarksfitu og kröfur um hámarksfitu rýmkaðar, en viðmiðið er nú að 45 kg lambhrútur hafi 2 til 4 mm þykka fitu yfir bakvöðvanum til að hljóta hæstu einkunnir (9,0 eða hærra). Hin breytingin sem gerð var á dómstiganum er meiri grund- vallarbreyting. Það er gagnvart ullinni, en nú var það skref stigið til fulls að aftengja lit kindarinnar ullardómnum. Hingað til hafa aðeins hreinhvítar kindur geta fengið hæstu einkunnir fyrir ull. Áherslan fer því alfarið á ullar- gæðin og ullarmagnið og reynt að ná betur fram breytileika innan hvers litar. Vonast er til þess að með þessari breytingu færist þetta ullarmat nær því að ná utan um eðlisgæði ullarinnar. Breytingin ætti að skapa betri grundvöll til þess að nýta þessa einkunn í framtíðinni til að reikna kynbótamat fyrir ull. Breytingar þessar munu væntan- lega hafa þau áhrif, að væg gengis- felling verður á hrútadómunum þar sem kröfur um vöðvaþykkt hafa aukist. Þá ætti ekki lengur að vera þörf fyrir það á hrútasýningum að hafa sérstaka flokka fyrir mislitt fé. Drög að ræktunarmarkmiðum fyrir forystufé og dómstigi fyrir þann merkisfjárstofn hafa legið fyrir í nokkurn tíma og mönnum gefist kostur á að gera athugasemdir áður en þetta plagg yrði afgreitt af fagráði. Í sumar voru þessi ræktunarmarkmið yfirfarin og hafa nú verið samþykkt af fagráðinu. Þeir sem standa fyrir hrútasýningum á komandi hausti eru hvattir til þess að bjóða upp á sérstakan flokk fyrir forystufé sem vonandi myndi auka áhuga á forystufénu og hlúa að varðveislu þess og ræktun. Á heimasíðu RML má nálgast uppfærðan dómstiga fyrri lambadóma og endanlega útgáfu af ræktunarmarkmiðum og dómstiga fyrir forystuféð. Einkunn Þykkt (mm Fita (mm) Lögun Annað 10 Meira en 39 2 - 4 mm 5 9,5 36-39 2 - 4 mm ≥ 4,5 Frábært átak, mjög breitt bak 9 32-35 2 – 4 mm ≥ 4 Mjög gott átak, breitt bak 8,5 29-31 ≥ 3,5 Gott átak, háþorn og þverþorn finnast ekki 8 27-28 ≥ 3 Finnst fyrir háþornum og þverþornum 7,5 25-26 Háþorn og þverþorn finnast greinilega 7 21-24 Áberandi gallar, lélegt sláturlamb 6,5 Minna en 21 Viðmið sem fylgja dómstiganum sem notaður er við lambadóma hafa verið uppfærð. Þessi viðmið hafa dómarar til hliðsjónar þegar einkunn fyrir bak er gefin. Um þessar mundir fara fram hin árlegu samræminganámskeið fyrir sauðfjárdómara. Eitt af áhersluatriðunum á námskeiðunum er að fylgja eftir uppfærslu á dómstiganum. Eyþór Einarsson ráðunautur búfjárræktar- og þjónustusviðs ee@rml.is Línubrjótar með ARR/x arfgerð – Hvað á að verða um þá? Vangaveltur hafa vaknað varðandi það hvernig eigi að bregðast við ef línubrjótar reynast vera af ARR/x arfgerð. Það er niðurstaða Mat væla- stofnunar að túlka megi 1. mgr 25. gr. laga nr 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim á þann veg að heimild stofnunarinnar til að leyfa flutning á kynbótagripum yfir varnarlínur geti einnig náð til línubrjóta með ARR-arfgerð. Haust og vetur 2023-24 gildir: Þegar um línubrjóta er að ræða skal allt fullorðið fé sent til slátrunar eða aflífað, utan sláturtíðar. Ef um lömb er að ræða sem eru með staðfesta ARR arfgerð fá þau að lifa svo lengi sem ekki er um að ræða heimflutning af garnaveikisvæði yfir á svæði þar sem ekki er bólusett við garnaveiki. Matvælastofnun getur þó veitt undanþágu frá þessu ákvæði við sérstakar aðstæður. Þetta þýðir að þegar línubrjótar koma fram í haustréttum, ber fjallskilastjóra að hafa samband við eigendur. Ef viðkomandi eigandi getur sýnt fram á (í Fjárvís) að lömb séu af ARR-arfgerð gefst honum þar með kostur á að sækja um undanþágu til Matvælastofnunar til að fá að sækja þessi lömb og setja þau á til lífs. Það þarf að vera tryggt að umrædd lömb séu þá geymd í réttinni, fóðruð og þeim brynnt uns eigandi getur sótt þau að fengnu leyfi Matvælastofnunar. Sækja skal lömbin eins fljótt og hægt er. Sigurbjörg Ólöf Bergsdóttir, sérgreinadýralæknir nautgripa og sauðfjár hjá Matvælastofnun Á FAGLEGUM NÓTUM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.