Bændablaðið - 07.09.2023, Page 41

Bændablaðið - 07.09.2023, Page 41
41Bændablaðið | Fimmtudagur 7. september 2023                                                                   Í                           FRÉTTIR Háskólinn á Hólum: Hestafræðideildin eflist Hestafræðideild Háskólans á Hólum eflir rannsóknarstarf á íslenska hestinum. Mynd / Gunnhildur Gísladóttir Á síðustu misserum hefur hesta- fræðideild Háskólans á Hólum unnið að því að efla rannsókna- starfsemi sína. Deildin hlaut styrk úr „Samstarfi háskóla“ til að leiða uppbyggingu á „Akademíu íslenska hestsins“ í samstarfi við Landbúnaðarháskóla Íslands og Keldur - Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði. Meginmarkmið Akademíu íslenska hestsins er að efla rannsóknir á íslenska hestinum. Dr. Sveinn Ragnars- son leiðir verkefnið fyrir hönd Háskólans á Hólum. Sveinn hlaut nýverið framgang í starfi og er fyrsti akademíski starfsmaður hesta- fræðideildar sem fær prófessors- stöðu. Fyrir utan að leiða verkefnið um Akademíu íslenska hestsins er Sveinn að byggja upp nýtt fræðasvið innan hestafræðideildar skólans sem snýr að rannsóknum á áhrifum á samveru fólks með hestum. Það hefur lengi verið talið að umgengni við dýr geti haft jákvæð áhrif á heilsu fólks. Til að efla enn frekar rannsóknir við hestafræðideildina samþykkti háskólaráð skólans á síðasta fundi skipan tveggja gestaprófessora til tveggja ára. Það eru þau dr. Henry Julius, prófessor í sálfræði við háskólann í Rostock í Þýskalandi og dr. Anna Jansson, prófessor í lífeðlisfræði við Uppsalaháskólann í Svíþjóð. Anna og Henry eru bæði mjög virt vísindafólk á sínum sviðum sem mun auka möguleika hestafræðideildar á erlendu rannsóknasamstarfi og auka sýnileika deildarinnar í gegnum birtingu á rannsóknum. Þau eru bæði þátttakendur í rannsóknaverkefnum sem nú þegar eru í gangi í deildinni. Þá er Sigríður Bjarnadóttir nýr akademískur starfsmaður hesta- fræðideildar en Sigríður starfaði áður sem brautarstjóri búvísinda- og hestafræðibrautar Landbúnaðar- háskóla Íslands. Aðrir akademískir starfsmenn sem vinna að rannsóknum í deildinni eru Víkingur Gunnarsson, lektor, dr. Guðrún Stefánsdóttir dósent og Elisabeth Jansen lektor. Þeirra rannsóknir hafa m.a. snúist um hreyfingarfræði og þjálfunar- lífeðlisfræði hesta. /ÞAG

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.