Úrval - 01.08.1963, Síða 18
30
ÚRVAL
þess að þessi lyfjaefni drepa
hina hættulegu sýkla, kunna þau
einnig að drepa aðra sýkla, sem
lifa venjulega í þörmunum.
Þessir síðarnefndu sýklar eru
mjög þýðingarmiklir fyrir heil-
brigt fólk, þar eð þeir fram-
leiða bætiefni, sem likaminn
þarfnast.
Heiminum er nú ógnað af si-
vaxandi mannfjölda, sem hróp-
ar á mat, og því er sífellt verið
að auka rannsóknir, sem miða
að notkun gerla sem fæðu eða
til framleiðslu fæðutegunda.
Hægt er að rækta þá mjög hratt
og ódýrt, og þeir innihalda oft
mikið magn af bætiefnum og
eggjahvítuefnum. Þetta á einkan-
lega við um gerið, þótt hingað
til hafi ekki reynzt unnt að út-
húa slíkar mataruppskriftir, sem
fólk felli sig raunverulega vel
við. Japan er mjög þéttbýlt land,
og það er lengra komið en nokk-
ur önnur þjóð i notkun þurrk-
aðra þörunga sem viðbót við al-
gengt mataræði.
Gerlar eru einnig notaðir til
þess að framleiða flókin kemisk
efni. Þegar efnafræðingurinn á
rannsóknastofunni finnur efni,
sem hann getur ekki framleitt
sem gerviefni án erfiðleika, þá
finnst lausnin oft á þann hátt,
að hinn lágtsetti gerill getur
leyst þetta verk af hendi fyrir
hann.
Þegar lyfið cortisone var upp-
götvað árið 1949, var ekki hægt
að framleiða það á kemiskan
hátt og varð að fá það úr nýrna-
hettum nautgripa. En árið 1952
komst dr. Durey H. Peterson við
Upjohn Pharmaceutical Co. að
því, að hann gat framleitt corti-
sone með því að láta gerlagróð-
ur hafa áhrif á viss steroidefni,
sem auðvelt var að vinna úr
mexikönsku yamjurtinni eða
agavejurtinni. Verðið á corti-
sone féll úr 1500 sterlingspund-
um fyrir hver ca 30 grömm nið-
ur í 12 sterlingspund vegna við-
leitni þessara gerlavina okkar.
Gerlarnir eru nú teknir til
þess að hjálpa manninum að
ráða niðurlögum jurtasjúkdóma.
Dr. Jaroslav Weiser við Vísinda-
akademíu Tékkóslóvakíu hefur
getað ráðið niðurlögum lirfa og
orma, sem sýkja ávaxtatré. Hon-
um hefur tekizt það með þvi að
sýkja þau með hjálp gerils, sem
nefndur er bacillus tliuringien-
sis.
Þetta er kölhið „lífefnaleg
stjórn“ og er eðlilegt og öruggt
ráð til þess að berjast gegn slík-
um plágum, þar eð þannig verð-
ur ekki þörf á notkun kemiskra
efna ,sem kynnu að vera var-
hugaverð fyrir uppskeruna og
dýrin.
Fyrir næstum öld stakk Louis
Pasteur upp á þeim möguleika