Úrval - 01.08.1963, Side 21
ÞAR ERU ALLIR NAUTABANAR
33
25.000 aðkomumenn koma ár
hvert til þessa rólega bæjar á
Norður-Spáni til þess að vera
viðstaddir hátiðina. Gestir þess-
ir eru kallaðir „Sankti Fermin-
ar“, og þeir koma nú flestir í
bifreiðum yfir frönsku landa-
mærin um hið fagra 'Baskahér-
að eða fljúga til Biarritz eða
Madridar og fela sig siðan
spænsku járnbrautarlestunum á
vald til þess að komast þaðan
til Pamplona.
Bæjarbúar halda því fram, að
nautaötin séu ekki nærri eins
tilkomumikil og á fjórða tug
aldarinnar, þegar Belmonte var
nautabani, eða á síðari hluta
fimmta tugsins, þegar hinn
mikli Manolete barðist ekki að-
eins á nautaatsvellinum síðdeg-
is, heldur tók þátt í nautahlaup-
inu á morgnana sér til gamans.
Hátið þessi er hin árlega sælu-
vika bæjarbúa, og hefur nú ver-
ið haldin í meira en öld. Hún
hefst 7. júlí, á degi St. Fermins,
og stendur í rúma viku eða rétt-
ara sag't 10 daga. Um hádegi
fyrsta dagsins er hundruðum
dúfna sleppt á torginu, og liá-
tiðin byrjar með mikilli skrúð-
göngu um göturnar. í henni taka
þátt margir tugir hljómsveita og
þúsundir dansandi ungra manna
i liinum hefðbundnu hátíðisbún-
ingi bæjarbúa, hvítri skyrtu og
þröngum buxum, en um mittið
er vafið breiðum, eldrauðum
mittislinda. í skrúðgöngunni
taka lika þátt fjölmargar vín-
flöskur á áberandi hátt.
Hátíðahöldin standa yfir nótt
sem dag í tíu sólarhringa, og á
því tímabili eru hin léttu,
spænsku vín sá þáttur, sein
mesta þýðingu hefur, en svefn-
inn er aftur á móti þýðingar-
minnsti þátturinn, bæði hvað
snertir Spánverja og skemmti-
ferðamennina.
Kaffihúsin umhverfis aðal-
torgið eru Iroðfull nótt sem dag
af gestum úr öllum hlutum
heims, og þar sem flest fólk sæk-
ir sama veitingahúsið allar#
tímann, er þarna stofnað til
margra vináttusambanda. í hitt
eð fyrra virtist vera þarna mest
af Frökkum og .Bandaríkjamönn-
uin, en í fyrra voru það Ástra-
líubúar og Ný-Sjálendingar.
Nautaatið hefur mikið að-
dráttarafl. Helztu nautabanarn-
ir eru ráðnir til þess að glíma
við nautin í Pamplona á hátíð
þessari, og þeir vita, að áhorf-
endur þar munu aðeins gera sig
ánægða með stórkostlega
frammistöðu þeirra, því að
þarna eru saman komnir á ári
hverju margir heitustu aðdáend-
ur nautaatsins og eru þeir kall-
aðir aficionados.
Hin hitasóttarkennda gleði og
æsing hátíðahaldanna nær liá-