Úrval - 01.08.1963, Síða 37
ÞRÓUN KVIKMYNDAIÐNAfíARINS . .
49
er að sýna í venjulegum kvik-
myndahúsum. í heiminum eru nú
framleiddar árlega um 3000 kvik-
myndir af 35 mm gerð og fullri
iengd til sýningar í venjulegum
kvikmyndahúsum. Þó er þessi
tala óviss, vegna þess a8 dómur-
inn um fulla lengd myndar er
mjög á reiki, t. d. verða slíkar
myndir að vera yfir 3000 fet í
Brétlandi, en yfir 6500 fet á Ítalíu.
Því skyldum við ekki taka neðan-
greindar tölur um fjölda kvik-
mynda bókstaflega. Stundum er
um samvinnu tveggja ianda að
ræða um töku mynda, og er þá
mögulegt, að þær myndir séu
tvítaldar. Tölurnar eru frá 1959.
Asía er sú heimsálfan, þar sem
flestar myndir eru framleiddar
árlega eða 1580 myndir, sem cr
yfir helmingur af allri kvik-
myndaframleiðslu heimsins. Þar
af eru 493 framleiddar í Japan,
310 í Indlandi og 240 í Hong
Kong, en þetta eru mestu kvik-
inyndaframleiðslulönd heimsins.
Næst í Asíu eru Suðui'-Kórea með
109 myndir og Kína (meginland-
ið) með 80 myndir. Bandaríkin
eru fjórða framleiðslulandið með
sínar 187 myndir, en það er helm-
ingur allra mynda, sem fram-
leiddar eru í Ameríku. Næsta
land i Ameríku er Mexíkó með
84 og Brasilia með 40 myndir. í
Evrópu eru framleiddar 950
myndir á ári, þar af 167 á ítaliu,
133 í Frakklandi, 130 í Sovétríkj-
unum, 123 í Bretlandi, 106 í V-
Þýzkalandi, 60 í Tyrklandi, 35 í
Tékkóslóvakíu og 27 í Au-Þýzka-
landi. 60 myndir eru gerðar í
Afríku, þar af 50 í Arabíska Sam-
bandslýðveldinu.
Flestir gera sér grein fyrir
hinum milda bandaríska kvik-
myndaiðnaði, en ekki fyrir hin-
um geysimikla kvikmyndaiðnaði
Asíu, en þær myndir ná til geysi-
legs fjölda áhorfenda. Að vísu
ndðast þær myndir fyrst og
fremst við smekk, venjur og
menningu Asíubúa, en japönskum
myndum hefur t. d. verið mjög
vel tekið i Evrópu, og indversk-
ar myndir eiga vinsældum að
fagna í Afríku. Japönum hefur
tekizt að halda framleiðslukostn-
aðinum mjög niðri, og hafa þeir
þannig staðið vel að vígi. Ein af
ástæðunum er sú, að þeir greiða
leikurunum ekki eins svimhátt
kaup og oft á sér stað annars
staðar, einkum í Ameríku. Þar að
auki eru þar engar regiur til um
það hjá stéttarfélögunum, að
ráða verði vissan fjölda tækni-
nienntaðra manna að hverri
mynd. Ennfremur eru tekin mjög
löng atriði í einu í japönskum
kvikmyndum, nánast líkt leik á
leiksviði, en ekki i mörgum smá-
upptökum. Þetta dregur mjög
mikið úr upptökukostnaði. Að
vísu er lagt í heldur nteiri kostn-