Úrval - 01.08.1963, Side 55
67
HJÚSKAPARMIÐLUN OG „RÓMANTÍK“
fjármálavit sitt og samúðina
með meðbræðrum og systrum,
að vísu þó í mismunandi rikum
mæli.
Það virðist augsýnilega vera
auðvelt að fá fólk til þess að
skrá sig. Ivy Gibson Bureau,
stærsta lijúskaparmiðlunarskrif-
stofan, auglýsir, að hún geti boð-
ið 15.000 kynningar.
Það væri algerlega ómögulegt
fyrir nokkra slíka skrifstofu að
fylgjast mcð öllum þeim hjóna-
böndum, sem stofnað er til fyrir
tilstilli þeirra, jafnvel ekki þeim,
sem hún kann að frétta um, að
liafi átt sér stað. Ilr. Masterson,
forstjóri ofangreindrar skrif-
stofu, álítur, að stofnað hafi ver-
ið til samtals 15.700 hjónabanda
fyrir tilstilli skrifstofu hans,
frá því að hún opnaði árið 1946,
og hin árlega tala hefur farið si-
hækkandi.
Heatlier Joncs opnaði skrif-
stofu sína nokkuð snemma, og
mætti hún þvi jafnvel meiri
þjóðfélagslegri fyrirlitningu en
slíkar stofnanir gera nú á dög-
um.
Um þetta segir ungfrú Jennar:
„í þá daga giftust stúlkur til
þess að komast í burtu af heim-
ilinu. Nú húa þær svo margar
einar síns liðs í einu herbergi,
sem er stofa á daginn og svefn-
herbergi á nóttunni, að þær
vilja oft giftast til þess að kom-
ast inn á heimili.“
Á 22 árum hafa um 14.000 af
viðskiptavinum hennar gifzt
innbyrðis, og það er óvéfengj-
anleg tala, þvi að hún grund-
vallast á gjöldum, sem viðskipta-
vinir hennar hafa greitt, um leið
og þeir gengu í hjónaband. Þetta
var eina skrifstofan, sem ég
heimsótti, er krafðist slíks
gjalds.
Hið almenna skrásetningar-
gjald, sem er rúm fimm ster-
lingspund, veitir hverjum við-
skiptavini rétt til ótakmarkaðs
fjölda kynninga í raun og veru,
en þvi fylgir loforð, að innan
sex vikna frá giftingu greiði
hjónin sameiginlega 42 ster-
lingspund.
Allir fá einkaviðtal í skrif-
stofunni, hvenær sem slíkt er
framkvæmanlegt. Þá ræðir ung-
frú Jenner eða ein þeirra fimm
miðaldra kvenna, sem hjá henni
starfa, við viðskiptavinina. Þær
eru allar gæddar næmum skiln-
ingi, eðlislægri dómgreind, og
bæta þær sjálfar miklu við upp-
lýsingarnar, sem viðskiptavin-
irnir gefa um sjálfa sig. Þær
ræða allar samtals við um 100
manns á dag og sjá um kynn-
ingu.
Stundum leiðir fyrsta kynn-
ingin viðskiptavininn beint upp
að altarinu, en stundum þurfa
viðskiptavinirnir tuttugu lcynn-