Úrval - 01.08.1963, Qupperneq 62
74
Ú R V A L
lega markaðar sem liina ákjós-
anlegustu liróun með liliðsjón
af afkomu flugflutninga á næsta
áratug. ,Bo Björkman prófessor,
sem starfaði fyrrum við Flug-
rannsóknaskrifstofuna (Air Re-
search Bureau) í Brussel og' nú
við Hina Konunglegu Tækni-
stofnun Svíþjóðar (Royal In-
stitute of Technology), spáir
því, að árið 1970 muni sameig-
inleg flugumferð í Evrópu vera
orðin þreföhl við það, sem hún
var árið 1960.
Þegar flugfélögin og flugvéla-
iðnaðurinn horfast i augu við
möguleika þessa gifurlega mark-
aðs, gera þau sér góða grein
fyrir því, að þýðingarmesti
þátturinn er kostnaður. Hild-
red segir svo um þetta: „Far-
gjaldið er líkt og stíflugarðar í
stórri á. Lækkið hæð stíflu-
garðsins örlitið, og milljónir
lítra munu renna yfir hann.“
Mörg evrópsk flugfélög liafa
þegar lækkað stíflugarð far-
gjaldanna í innanlandsflugi
sínu, þar sem þau geta ráðið
fargjöldum sínum. Niccolo Car-
andini greifi, forseti Alitalia,
ítalska flugfélagsins, segir svo
um þetta: „Ég lief séð stöðugan
straum af nýjum farþegum, fá-
tækt fólk, sem fer í hina stuttu
ílugferð frá Torino til Mílanó
sem sunnudagsskemmtiferð. Það
flýgur frá Milanó að morgni,
horðar hádegismat og flýgur til-
haka að kvöldi. Við töpum á
þessu flugi, en við komum fólki,
sem aldrei hefur flogið áður,
upp í loftið. Eftir þvi sem liinn
sameiginlegi markaður eykur
velmegun Ítalíu, er sérhver
þessara nýju farþega orðinn
inögulegur viðskiptavinur á
okkar ábatasömu alþjóðaleið-
um.“
Swissair hvetur fólk til þess
að ferðast flugleiðis með því að
skipuleggja sérstakt liringflug
yfir Alpana. Farþegagjöldin eru
frá 18 svissneskum frönkum (30
shillingum) fyrir 15 mínútna
ferð.
Fargjöldin á alþjóðaleiðum
eru ákveðin af IATA eftir lang-
ar og stundum erfiðar samn-
ingaumleitanir meðlimanna.
„Ákvörðun fargjaldanna er flók-
ið vandamál, sem venjulega er
ekki gerlegt að leysa,“ segir dr.
L. H. Slotemaker, varaforseti
KLM. „Ákvörðun fargjalda bygg-
ist bara á tilslökun á báða bóga
og ágizkunum.“ Evrópsk flug-
fargjöld liafa i rauninni verið
næstum óbreytt síðasta áratug-
inn. Það þýðir, að i saman-
burði við verðbreytingar ann-
arra lifsgæða, liafi þau lækkað
um 25%. Siðastliðið haust ákvað
IATA að halda verðum sein sagt
óbreyttum árin 1963 og 1964 að
undanskilinni smávegis liækkun