Úrval - 01.08.1963, Qupperneq 65
ERFIÐLEIKAR EVRÓPSKRA FLUGFÉLAGA
77
farmrýmisnýtingu og bjóða far-
þegum meira úrval, hvað snert-
ir flugtima. BEA og Olympic
Airways hafa samkomulag sin
í milli, sem hefur gert gríslca
félaginu það fært að afla sér
Comet þrýstiloftsflugvéla, sem
haldið er við af BEA, fyrir Mið-
jarðarhafsflugleiðir sínar. Bæði
félögin hafa styrkt samkeppnis-
hæfni sína með því að samræma
áætlanirnar.
Nú eiga ríkisstjórnir hinna
ýmsu landa með sér samræður
um mögulega þróun, sem hafa
myndi geysilega þýðingu, þ. e.
stofnun Flugsambands Evrópu
(Air Union1. Þar yrði um að
ræða nána samvinnu Air
France, Lufthansa, Alitalia.
„Sérhvert félag mun halda sín-
um séreinkennum og njóta góðs
af sínum eigin hagnaði. Aðal-
kostirnir yrðu fólgnir í sam-
ræmingu ferðaáætlananna. í
stað þess að tvö flugfélög hafi
tvær hálftómar vélar í ferð á
sömu leið, mun fljúga ein vél
hverju sinni —- full af farþeg-
um.“
Þegar stjórnmálalegir erfið-
leikar, er nú hindra stofnun
slíks sambands, hafa verið leyst-
ir og nýja sambandið hefur
starfsemi sína, munu önnur
flugfélög áreiðanlega vilja ganga
í það.
Sérfræðingar álíta, að árið
1965 muni flugfélögin hafa losn-
að úr verstu erfiðleileunum.
Eftirspurnin cftir sætum mun
þá hafa náð framboðinu. Hóp-
skemmtiferðir á sérfargjöld-
um munu verða til þess, að
eldri gerðir véla, sem teknar
hafa verið af áætlunarleiðum,
vegna þess að farþegar kjósa
heldur þrýstiloftsflugvélar,
verða teknar í notkun að nýju.
Bo Björkman prófessor gerir
ráð fyrir því, að slíkar hópferð-
ir muni hafa áttfaldazt um árið
1970.
En þá munu flugfélög heims-
ins líka þurfa að horfast i augu
við annað vandamál, sem lítur
út fyrir að ætla að verða enn
alvarlegra en það núverandi.
Því mun valda sú staðreynd, að
þá verður byrjað að taka í
notkun flugvélar, sem fara með
tvöföldum hraða hljóðsins
(„supersóniskar"). Þær vélar
munu hafa sama fjöhla og nú-
verandi þrýstiloftsflugvélar,
sem ekki ná hraða hljóðsins
(,,subsóniskar“), en þær munu
kosta þrisvar til fimrn sinnum
meira. Sérhver slík flugvél
verður að afkasta þrisvar til
fimin sinnum meira til þess að
láta í té þjónustu á sama verði
og nú.
Flugvélafræðingar frá fjöl-
mörgum þjóðum hafa varað
flugfélögin við þessum framtíð-