Úrval - 01.08.1963, Qupperneq 78
90
Ú R VA L
ingu eða myndun blóðstorku
(blóðtappa) í heilanum, eii af-
leiðing þess er venjulega meiri
eða minni lömun þess hluta
líkamans, sem stjórnað er af
þeim hluta heilans, sem blæddi
í. Auk heilablóðfalls og einnar
eða tveggja annarra undantekn-
inga, eru taugasjúkdómar frem-
ur sjaldgæfir, þar sem „tauga-
veiklun er aftur á móti algeng-
ust allra sjúkdóma. Fyrr á tím-
um var algengt að taugalæknar
fengjust við að lækna „tauga-
veiklun“, sumpart vegna þess,
að þá var fátt um geðlækna, og
sumpart vegna þess, að hið
rétta eðli „taugaveiklunarinnar"
var þá oft misskilið. En nú á
timum er þessu öðruvísi farið.
Tvennt er það, sem mest á-
hrif hefur á eðlisfarið. Annað er
arfgengi (eða erfðahneigð), en
hitt er umhverfið (eða aðstæð-
urnar). Tökum til dæmis eitt
frækorn. Það hefur að geyma
alla möguleika fullvaxinnar jurt-
ar, allt frá litilli fjólu til risa-
eikur; það er arfgengið. En við
vitum, að frækorn, sem eru ná-
kvæmlega eins, geta náð mjög
misjöfnum vexti. Sé jarðvegur-
inn ófrjór og þurr, er nokkurn
veginn víst, að jurtin verður
lítil og veikbyggð. Þarna kem-
ur umhverfið til sögunnar.
En ef við lítum nú aftur á
mannfólkið, þá er augljóst, að
það er ekki allt jafn líkt i byrj-
un, eins og frækorn af sömu
tegund venjulega eru. Jafnvel
þótt við þrengjum iirval okkar
svo, að það taki aðeins til
barna einna foreldra, verður
samt mikill mismunur á þeim,
einkum um arfgengið. Máltæk-
ið „sjaldan fellur eplið langt
frá eikinni", er aðeins að
nokkru leyti rétt.
Hvernig verka þá þessi tvenns
konar áhrif á okkur?
Tökum til dæmis óttann eða
kvíðann. Sérhverju barni er
meðfæddur sá möguleiki, að
þessar tilfinningar geti þroskazt
hjá þvi. Þegar það vex, lærir
það að óttast vissar hættur, svo
sem eld. Slíkur ótti er öllum
mönnum sameiginlegur, enda
nauðsynlegur til viðhalds lífs-
ins. Jafnframt, með aldri og
þroska, hættir það að óttast
aðra hluti, sem kunna að hafa
verið allhræðilegir i augum
barns, sökum stærðar og furðu-
legs útlits þeirra. Flest fóllc er
einnig svipað að þessu leyti.
En brátt fer að koma í Ijós, að
eitt barnið er öðru ólíkt, og
kann það að minna á eðlisfar
annars eða beggja foreldranna.
Þú munt sjá, að fólk bregzt mjög
misjafnlega við sömu raunveru-
legu hættunni, eins og t. d. hæð
(lofthræðsla), og sumt fólk er
fullt af kvíða og hræðslu við al-