Úrval - 01.08.1963, Síða 83
GÖNG UNDIR EÐA DRÚ YFIR ERMARSUND
95
í Pas de Calaissvæðinu i Frakk-
landi. Nú er einmitt rétti tíin-
inn fyrir skipuleggjendur bæja
og borga í Kenthéraði að hefja
undirbúning þessarar mögulegu
breytingar, svo að iðnaðaraukn-
ingin muni eklci eyðileggja eitt
fegursta hérað Bretlands.
Slík tengsl myndu einnig
verða til þess að efla enn hina
sterku hagrænu stöðu Lundúna.
Hið upphaflega mikilvægi Lund-
úna á dögum Rómverja skapað-
ist vegna staðsetningar borgar-
innar við fyrsta auðvelda vaðið
á Themsá á leiðinni frá megin-
landinu til helztu anarra staða
á Bretlandi. Þes«i landfræðilega
hagkvæma lega hefur haldið
mikilvægi sínu allt frá dögum
Rómverja, en líklegt er, að mik-
ilvægið muni enn styrkjast og
eflast, þegar ný, öflug samgöngu-
leið skapast, sem mun hafa í
för með sér geysilega aukningu
umferðarinnar milli Bretlands
og meginlandsins í linu, sem
liggur beint til Lundúna og
gegnum borgina.
Ef til vill er helzta þjóð-
félagslega vandamálið við slík
náin tengsl yfir Ermarsund ein-
mitt það, að slík tengsl munu
styrkja geysilega tilhneiginguna
til flutnings íbúa til suðaustur-
hluta Englands. Þennan flutn-
ing er ekki hægt að stöðva. Fólk
mun búa þar sem það vill búa,
og umráð yfir staðsetningu iðn-
aðarfyrirtækja verða að byggj-
ast á tilliti til hagfræðilega hag-
kvæmra rekstrarskilyrða.
Þar að auki er það ekki víst,
að stöðva ætti þennan flutning,
enda voru hinir miklu fólks-
flutningar til norðurhéraðanna
á 18. og 19. öld afleiðingar
tæknilegrar þróunar, svo sem
mikilvægi kolanna, en ýmsir
þeir tæknilegu þættir eru miklu
þýðingarminni núna. En það er
hægt að hindra endalausa út-
þenslu úthverfa borganna allt
sunnan frá Dover til Luton eða
enn lengria. Slikt verður að
hindra.
Reynist slíkt gerlegt, munu
hinir þjóðfélagslegu kostir nán-
ari tengsla yfir Ermasund verða
geysilegir. Nú þegar er að
verða eftirtektarverð breyting í
þjóðlifi Bretlands vegna áhrifa
frá meginlandinu. Þar á meðal
má nefna kaffibari og hóp-
skemmtiferðir erlendis. Þegar
slík samgönguleið verður kom-
in um Ermasund, verður ekkert
eðlilegra en að aka til Briissel
og eyða helginni þar. Bílferðin
frá Lundúnum mun aðeins taka
um fjóra tíma. Þegar slíkt ger-
ist, mun Bretland í raun og veru
hafa tryggt stöðu sína í heim-
inum sem hluti af Evrópu frem-
ur en eyja aðskilin frá Evrópu.