Úrval - 01.08.1963, Side 109
ÞÆTTIR ÚR GRÓtíURSÖGU IIÁLENDISINS
121
á sama hátt og' mosar og' skófir
eru enn í dag fyrstar til þess að
leggja undir sig ný hraun eða
aura. Þannig byggja þörungar
upp jarðveg á sjávarkömbum,
leirum og ár- eða tjarnarbökk-
um og þannig eru elftingar
fyrstu landnemar á sand- og
malarjörð. í kjölfar lágplantna
komu grös, blómplöntur og
runnar. Landið reis, en sjávar-
borð hækkaði enn meira, og
íyrir 10 til 12 þúsund árum voru
sjávarmörk þar, sem nú er um
40—120 metra hæðarlína hér á
landi. Á Suðurlandi var þá stór
fjörður, þar sem Suðurlands-
undirlendið er nú.
Jökla mun hafa leyzt fyrr af
Kjalarsvæðinu en af suðurhluta
landsins (Kjartansson 1943,
1958). Hæð Kjalar yfir sjó lief-
ur þá verið minni en nú, bæði
vegna þess að land var þá ekki
fullrisið og auk þess stóð sjór
hærra en nú. Þessi afstaða hlýt-
ur þvi að hafa auðveldað jurt-
um að nema þetta svæði, en til
austurs voru meiri erfiðleikar á.
Sjór lá þá upp að fjallahlið-
um Suðurlandsundirlendisins,
og þangað hljóta að hafa borizt
margar þær jurtir, sem finnast
nú undir hinum fornu sjávar-
hömrum, og eru það þá helzt
klettajurtir og hlíðajurtir.
Á jökulmelum Kjalarsvæðis-
ins námu sandjurtir land. Má
t. d. iuigsa sér, að melgrasið
hafi flutzt eftir sendinni jökul-
urðinni inn i landið. Er það
eftirtektarvert, að sú jurt hagar
sér sem hálendisjurt og vex
iangt inn á öræfum, en melgras-
ið er annars strandplanta og á
sennilega víða óhægt um vik að
verða hálendisgróður, þar sem
ströndin er þegar gróin öðrum
jurtum.
Einn stærsti melgrasflákinn
er nú við austurbotn Þórisvatns
sunnan Þveröldu, en annars vex
melgrasið viða um Tungnaárör-
æfin og jafnvel uppi undir Von-
arskarði. Hvönnin hefur fikrað
sig upp með ánum og komizt
inn í landið ásamt starargróðri.
Sandjurtirnar hafa síðan fylgt
eftir hinum hörfandi jökli inn
í landið, og þar á eftir hafa
komið grös, lyng og runnar.
Hið tiltölulega láglenda Kjal-
arsvæði hefur sennilega orðið
algróið á þvi hlýviðrisskeiði,
sem síðan fór í hönd. Landið
reis smám saman úr sjó, og fyr-
ir tíu þúsund árum voru sjávar-
mörk neðar en þau eru i dag
(Þórarinsson 1957, Einarsson
1957). Á þessu tímabili hefur
gróður numið land bæði upp
frá hinni gömlu strandlinu sem
og niður með hinum sifellt
lækkandi sjávarmörkum. Hafa
grös og hálfgrös einkum lagt
undir sig hið neðra svæði, sem