Úrval - 01.08.1963, Page 109

Úrval - 01.08.1963, Page 109
ÞÆTTIR ÚR GRÓtíURSÖGU IIÁLENDISINS 121 á sama hátt og' mosar og' skófir eru enn í dag fyrstar til þess að leggja undir sig ný hraun eða aura. Þannig byggja þörungar upp jarðveg á sjávarkömbum, leirum og ár- eða tjarnarbökk- um og þannig eru elftingar fyrstu landnemar á sand- og malarjörð. í kjölfar lágplantna komu grös, blómplöntur og runnar. Landið reis, en sjávar- borð hækkaði enn meira, og íyrir 10 til 12 þúsund árum voru sjávarmörk þar, sem nú er um 40—120 metra hæðarlína hér á landi. Á Suðurlandi var þá stór fjörður, þar sem Suðurlands- undirlendið er nú. Jökla mun hafa leyzt fyrr af Kjalarsvæðinu en af suðurhluta landsins (Kjartansson 1943, 1958). Hæð Kjalar yfir sjó lief- ur þá verið minni en nú, bæði vegna þess að land var þá ekki fullrisið og auk þess stóð sjór hærra en nú. Þessi afstaða hlýt- ur þvi að hafa auðveldað jurt- um að nema þetta svæði, en til austurs voru meiri erfiðleikar á. Sjór lá þá upp að fjallahlið- um Suðurlandsundirlendisins, og þangað hljóta að hafa borizt margar þær jurtir, sem finnast nú undir hinum fornu sjávar- hömrum, og eru það þá helzt klettajurtir og hlíðajurtir. Á jökulmelum Kjalarsvæðis- ins námu sandjurtir land. Má t. d. iuigsa sér, að melgrasið hafi flutzt eftir sendinni jökul- urðinni inn i landið. Er það eftirtektarvert, að sú jurt hagar sér sem hálendisjurt og vex iangt inn á öræfum, en melgras- ið er annars strandplanta og á sennilega víða óhægt um vik að verða hálendisgróður, þar sem ströndin er þegar gróin öðrum jurtum. Einn stærsti melgrasflákinn er nú við austurbotn Þórisvatns sunnan Þveröldu, en annars vex melgrasið viða um Tungnaárör- æfin og jafnvel uppi undir Von- arskarði. Hvönnin hefur fikrað sig upp með ánum og komizt inn í landið ásamt starargróðri. Sandjurtirnar hafa síðan fylgt eftir hinum hörfandi jökli inn í landið, og þar á eftir hafa komið grös, lyng og runnar. Hið tiltölulega láglenda Kjal- arsvæði hefur sennilega orðið algróið á þvi hlýviðrisskeiði, sem síðan fór í hönd. Landið reis smám saman úr sjó, og fyr- ir tíu þúsund árum voru sjávar- mörk neðar en þau eru i dag (Þórarinsson 1957, Einarsson 1957). Á þessu tímabili hefur gróður numið land bæði upp frá hinni gömlu strandlinu sem og niður með hinum sifellt lækkandi sjávarmörkum. Hafa grös og hálfgrös einkum lagt undir sig hið neðra svæði, sem
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.