Úrval - 01.08.1963, Side 113
ÞÆTTIfí Úfí GfíÓÐUfíSÖGU IIÁLENDISINS
125
Uppblásturinn liefur nú eytt
meginhluta þess gróSurlendis,
sem legið hefur milli Langjök-
uls og Hofsjökuls og ógnar nú
síöustu gróðurleifunum við
Hvítárvatn.
Þurrlendisriminn austur af
Hvítárnesi heitir TjarnheiÖi.
Bendir nafnið til þess, að þar
hafi verið heiðarland með
tjörnum. Nú er heiðin öri'oka,
nema þessi rimi, og sést þar nú
cngin tjörn lengur, því að allt
vutn hripar niður úr gróður-
lausum melunum.
Efstu melkollar á Kili hafa
sennilega löngum verið auðir,
en uppblástur jafnvel byrjað
frekar þar, sem skógur var fyr-
ir, eða á mörkum skógar og gras-
lendis og landeyðingin síðan
unnið sig niður eftir skóglend-
inu. Við áfokið á gróðurjaðar-
inn þykknar jarðvegurinn ört,
og reynist erfitt fyrir jurtir, sem
vaxa á þeim jaðri, að draga til
sín nægilcgan raka til viðurvær-
is. Verður sá gróður því auð-
veldlega áframhaldandi upp-
blæstri að bráð. Þannig eru þess
dæmi, að uppblástur staðnæm-
ist jafnvel elcki við mýrlendi,
því rofabarðið í mýrarjaðrin-
um heldur áfram að þorna og
eyðast. Þannig gengur stöðugt
á jarðveg mýrarinnar, unz ekk-
ert er eftir nema leirflag eða
rakur melur.
Nú á tímum liggja helztu upp-
blásturssvæðin í uppsveitum Ár-
nes- og Itangárvallasýslu, og hef-
ur á þessu timabili einkum eyðzt
jarðvegur á þvi landi, sem lá
ofan hæstu sjávarmarka, enda
mun sú jarðvegsgerð öllu gljúp-
ari og er cf til vill síður fær um
að halda jarðraka en sú, sem
stendur á þéttum sjávarleir.
OfíSAKIfí UPPDLÁSTUfíS
Á KILI.
Margt hefur verið ritað og
rætt um, hverjar séu orsakir
uppblásturs hér á landi. Fyrir
nokkru hefur Sigurður Þórar-
insson gert því góð skil (1961).
Telur hann ýmislegt benda til
þess, að uppblásturinn hafi
komið i lcjölfar eyðingar skóg-
anna og því orðið óbeinlínis af
völdum manna.
Landnámsmenn hafla flestir
hagað sér líkt og Blund-Ketill í
Þverárlilið, en þar voru á
landnámsöld hrískjörr og smá-
skógar, en hann lét ryðja víða í
skógum og byggja þar (Land-
náma 1948). Með sviðningum
hafa stór svæði verið eydd á
fyrstu tímum byggðarinnar hér
á landi. Á þann hátt var skóg-
lendi breytt i frjósamt graslendi,
en síðan hefur búsmali smám
saman rýrt það land með þús-
und ára afrakstri og brottnámi