Úrval - 01.08.1963, Síða 145
SÍÐUSTU DAGAR DOOLEYS LÆKNIS
157
hver ráS til þess að komast á
lciSarenda," sagði Dooley. „Eigi
hann ekki fyrir farinu, getur
hann fengið peningana lánaða.
Hann verður að sýna, að hann
hafi ráð undir rifi hverju. Hann
þarf kannske að betla og snapa,
þegar hann er kominn austur i
eitthvert Asíu-þorpið og getur
sig ekki úr leðjunni hreyft.“
Sumir læknarnir voru dálítið
hissa á frámkomu Dooleys. Þeir
gerðu sér ekki grein fyrir því,
að lifssaga þeirra hafði þegar
verið rannsökuð, og því fannst
þeim stundum sem Dooley væri
nokkuð fljótur að taka ákvörð-
un. Hann átti til að segja: „Allt
í lagi, þér farið í næsta mánuði.
Við hittumst i Hong Kong.“
Öðrum gramdist sjálfsöryggi
hans, og álitu hann ósvífinn og
þóttafuilan. Einn þeirra, dr.
Ronald Wintrob, varð siðan
valinn af Dooley sjálfum til þess
að taka að sér yfirstjórn einnar
aðalstöðvarinnar, Muong Sing,
þótt einkennilegt mætti virðast,
því að dr. Wintrob hafði aldrei
gcðjazt að honum.
ENDURFUNDUR
GAMALLA VINA.
Dooley lagði aftur af stað til
I.aos í júli og stanzaði á Ha-
■waii í leiðinni. Þar hitti hann
vin sinn, Jefferson Davis Cheek,
en þeir höfðu fyrst hitzt árið
1956, rétt eftir að Tom hafði
byrjað starf sitt í Laos. Jeffer-
son hafði þá lengi langað til
þcss að kynnast honum, því að
honum hafði fundizt, að Iiann
væri ekki vel þokkaður meðal
Bandaríkjamanna í Vientianne,
sem gagnrýndu sjálfsöryggi
hans, ofstækisfullan áhuga og
auglýsingastarfsemina í kring-
um hann. Cheek segir svo um
fyrstu fundi þeirra: „Þessi ungi
maður virtist gæddur ofboðs-
legri starfsorku. Hann bjó yfir
geysilegu sjálfsöryggi og hafði
alls ekkert umburðarlyndi með
meðalmennsku i hverri mynd
sem liún birtist. Það voru þessi
einkenni, sem mörgu fólki geðj-
aðist ekki að. En lirátt sá ég, að
fátt af þessu fólki reyndi að
skyggnast undir þetta yfirborð.
Þá hefði það kynnzt manni, sem
ól með sér ást á og sannið með
hinum þjáðu hér á jörðu.“
(ilieek komst einnig að því, að
Dooley var óskaplega einmana.
Um þetta segir Cheek: „Lifi
hans var eytt í góðverk, en sjald-
an varð raunveruleg vinátta á
vegi hans. Hann var prýðilegur
ræðumáður, og honum var létt
um að skrifa, en hann gat aldrei
tjáð öðrum innstu tilfinningar
sínar.“
Á þessum frumbýlistíma árið
1956, þegar Dooley hafði hvorki
lært Lao né hinar ýmsu mál-