Úrval - 01.08.1963, Side 154
166
ÚR VAL
ið rétti hann prestinum hönd-
ina og þakkaði honum fyrir
komuna. „Vertu sæll, faðir. Ég
fer til New York í kvöld. Viltu
minnast min í hænum þínum?“
Séra Boucher dvaldi hjá hon-
um örstutta stund lengur og
talaði um hitt og þetta. „Þá
gerðist dálítið furðulegt,“ segir
hann. „Ég nefndi orðið „Med-
ico“ og Tom settist þá skyndi-
lega upp. Augu hans leiftruðu,
og hann var sem gerbreyttur
maður. Hann sagði mér þannig
frá „Medico“, að það var sem
ég hefði aldrei kynnzt þeirri
stofnun fyrr. Plann talaði um
upphaf hennar, vöxt og áætlan-
ir hans um framtíð hennar.
Þetta var hinn gamli Tom Dool-
ey, hinn ungi krossfari. Andlit
hans ljómaði, kvalirnar voru nú
gleymdar. Ég sat þarna sem
lamaður.“
Ted Werner kom til hans um
kvöldið og sagði, að allt væri
nú tilbúið, en að fólkið hjá
flugfélaginu vildi helzt ekki, að
hann ferðaðist einn. „Ég sagði
þeim, að ég vildi fara með
þér. . . .” bætti hann við.
En Dooley vildi ekki heyra
það nefnt. „Ég ætlaði mér að
fara einn, og einn fer ég. Og
ég vil enga auglýsingastarfsemi.
Segðu flugfélaginu það. Láttu
Malcolm bara bíða mín á
flugvellinum i New York.”
Og einn fór hann. Hann krafð-
isl þess að ganga éinn og
óstuddur upp í vélina. Nokkr-
um mínútum síðar hóf hin risa-
vaxna flugvél sig á loft. Tom
Dooley var lagður af stað frá
Asíu í síðasta sinni.
SÍÐUSTU DAGARNIR.
27,—30. desember. Malcolm
beið á flugvellinum ásamt Ter-
esu Gallagher, vinkonu þeirra.
Tom staulaðist með erfiðismun-
um niður þrepin. Hann sá, hvar
sjúkrabíll beið og burðarúm
var til taks við neðstu þrepin.
„Þetta er óþarfi, Malcolm,"
sagði hann. „Ég verð með í
bilnum þínum.“
Þau létu hann sitja í aftur-
sætinu, og Tom reyndi að
halda uppi samræðum á leiö-
inni, þótt hann ætti augsýni-
lega erfitt með það. Þau stönz-
uðu fyrir utan sjúkrahúsið,
sem Tom hafði áður farið í til
skoðunar. Hann staulaðist
óstuddur upp þrepin. Síðan var
honum visað upp í herbergi á
tiundu hæð, og þar hné hann
niður i rúmið.
Komið var fyrir trissu út-
búnaði fyrir ofan rúmið, svo að
han gæti hafið sig upp í upp-
rétta stellingu með handiáfli.
„Þessi trissuútbúnaður var
mælikvarðinn á þverrandi
krafta Toms,“ segir Teresa. „í