Úrval - 01.08.1963, Síða 166
ÚRVAL
178
reykingum, með því að leggja á
þig aðra erfiðleika samtímis. Þú
skalt á hinn bóginn láta ýmis-
legt annað eftir þér. Borðaðu
þann mat, sem þig langar í, og
njóttu hans vel. Fáðu þér kaffi-
bolla öðru Iiverju eða gosdrykk,
þegar þú finnur til löngunar til
þess að reykja. Hafðu það fyrir
venju að bera á þér piparmynt-
ur, tyggigúm eða saltaðar hnet-
ur.
Þú skalt ekki hafa neinar á-
hyggjur af því, að nú venjist
þú á tyggigúm eða sætindi. Eft-
ir þvi sem löngunin í tóbak
dvinar, mun löngunin eftir
staðgengii tóbaksins einnig gera
það. En þú skalt samt hafa
slíka staðgengla við höndina
fyrstu vilcurnar og stinga svo
einum upp í þig, hvenær sem
þú finnur til tóbakslöngunar.
Láttu svefninn hjálpa þér. Að
kvöldi fyrsta dagsins skaltu
hugsa um það andartak, áður en
þú ferð i rúmið, að þú hafir
alls ekki reykt neitt i dag. Hugs-
aðu um liin ýmsu tækifæri dags-
ins, þegar þú freistast til þess,
en lézt samt ekki verða af þvi.
Svo skaltu segja við sjálfan þig:
„Á morgun ætla ég ekki að
reykja.“ Endurtaktu þetta
nokkrum sinnum, um leið og þig
fer að syfja. Þetta mun verða
hið síðasta í vitund þinni, þegar
þú sofnar.
Þegar þú vaknar næsta morg-
un, skaltu minna sjálfan þig á,
að þú ætlir líka að þrauka þenn-
an dag án þess að reykja. Þú
skalt ekki gera neitt stórmál úr
þessu. Segðu bara sem svo: „í
dag reyki ég ekki.“ Jafnvel þótt
þú fylgir ekki öðrum reglum,
sem teknar eru fram i grein
þessari, mun þessi æfing, sjálfs-
sefjun áður en þú sofnar,
hjálpa þér yfir verstu erfiðleik-
ana. Nú muntu komast að því,
að auk ýmiss konar líkamlegr-
ar ánægju, sem fjarvist tóbaks-
ins færir þér, er einnig um að
ræða skyndilega kennd um
frelsi, sjálfstæði og sjálfsör-
yggi, sem orsakast af þvi, að þú
hefur getað verið án tóbaksins
í hálfan dag, heilan dag og sið-
an heila tvo daga. Þetta er á-
köf, varanleg ánægjukennd, og
eftir því sem þú finnur lengur
til hennar, hjálpar hún þér til
þess að herða þig gegn freist-
ingu næsta augnabliks.
Og auk þess er um að ræða
þá ánægjulegu, uppörvandi
kennd, að þú sért að gera dá-
litið, sem þú getur verið stolt-
ur af, svo að ekki sé minnzt á
aukna heilbrigði og hamingju,
allt til æviloka. Sex mánuðum
eða sex árum síðar muntu neita
vindlingi, þegar þér er boðinn
hann, en þú munt ekki neita
honum aumingjalega, líkt og