Úrval - 01.12.1963, Blaðsíða 15
HELLIRINN í BETLEIIEM
27
um að kveikja Ijósið við mats-
eldina í næsta klefa. Hann fékk
henni lampann og hún gekk á
undan, niður hál og óhrein
þrepin. Hann kom á eftir með
asnann.
Þegar þau komu niður í göng-
in, gengu þau áfram og leituðu
að auðum gripaklefa. Hellarnir
hljóta að hafa verið því nær
fullir þessa köldu vetrarnótt.
Þau sáu jótrandi úlfalda, asna
buudna við jöturnar og kindur
og nautgripi, komna handan yfir
Jordan og Negebeyðimörkina.
Enginn vildi ciga undir veðrinu
og hafa skepnur sinar undir
beru lofti í húsagarðinum uppi.
María gekk hægt framhjá liverj-
um hellismunna með lampann
i hendinni.
Þau voru svo heppinn að
finna klefa, þar sem aðeins var
einn uxi-. Þau gengu inn, María
hélt lampanum hátt yfir höfði
sér og litaðist um. Hvað sáu
þau i lampaljósinu? Aðeins ó-
heflaðan helli. Hann var 40
fet á lengd frá austri til vesturs,
16 fet á breidd og 10 fet á bæð.
Á honum var hvorki gluggi né
hurð. Engin húsgögn voru þar
nema jatan, og gólfið var allt
annað en hreint. Þó að ldetta-
veggirnir væru kaldir, voru
þeir þurrir, og yfir höfðinu var
steinþak. En í augum Maríu
hafði hellirinn einn stóran kost.
Hann veitti þeim afvikinn stað,
sem ófáanlegur var í manna-
hibýlunum uppi, og hin heilögu
hjónaleysi vanhagaði fremur um
afvikinn stað, heldur en svefn-
stað.
Guðspjallamaðurinn getur þess
ekki, að Frelsarinn hafi fæðzt
í helli. Að hann minnist á jötu,
bendir eðlilega á einhvers konar
gripahús, en hann notar ekki
orðið „hellir“. Hvernig vitum
við þá, að Frelsarinn hafi fæðzt
í þessum helli? Arfsagnir fyrstu
og annarar aldarinnar hafa fyllí
upp i frásögn guðspjallsins í
þessu atriði, og þess vegna þekkj-
um við þessa ómetanlegu stað-
reynd.
Píslarvoíturinn, heilagur Just-
inus, hefur slcráð þessar arf-
sagnir eins og' hann heyrði þær,
og hann var innfæddur Palest-
inubúi. Hann var fæddur i Nea-
polis, hinni fornu Siehem i
Samaríu, tæpar 40 mílur (um
60 km) frá Betlehem, snemma á
2. öld, og heyrði þannig til
næstu kynslóð á eftir postulun-
um. Hann var vottur að trú
hinna fyrstu kristnu manna*
sem heima áttu í sjálfri Betle-
hem. Hann ritaði: „Þar sem
Jósep gat ekki fengið leigt i
þorpinu, settist hann að í helli
nokkrum nálægt þorpiniu, og
það var á meðan þau dvöldu