Úrval - 01.12.1963, Page 16
28
Ú R V A L
þar að Maria fæddi Krist og
lagSi Hann i jötu.“
Á næstu öld stofnaði liinn
lærði Origenes skóla i kristnum
fræðum í Cæsareu, og heim-
sótti hina lielgu staði. Ifann seg-
ir að hver maður hafi þekkt
hellinn sem Drottinn vor fædd-
ist í. Hann ritaði: „Ef einhver
óskar eftir nánari vitnisburði
um fæðingu Jesú i Betlehem frá
öðrum heimildum en eftir spá-
dómi Mikasar og frásögn læri-
sveina Jesú i guðspjöllunum, þá
viti liann, að í samræmi við frá-
sögn guðspjallsins um fæðingu
Hans, er til sýnis i Betlehem
liellirinn, þar sem Ilann fæddist
og jatan í hellinum, sem Hann
var lagður í sveipaður reifum.
Og um þessa sjón er mikið rætt
i nálægum héruðum, og jafnvel
meðal óvina kristninnar gengur
sú sögn, að i þessum helli hafi
þessi Jesús fæðzt, sem kristnir
menn tilbiðja og dýrka.“
Fáir liinna helgu staða í Pal-
estinu hafa sér til ágætis svo
forna og áreiðanlega arfsögn
eins og Hellirinn i Betlehem.
Arið 132 gerði Hadrian keisari
tilraun til að vanhelga liina
helgu staði með þvi að reisa
á þeim ölturu fyrir hina heiðnu
guði. Sem betur fór varð þessi
verknaður til að auðkenna þá
fyrir siðari kynslóðir. Heilagur
Hieronymus, lærðasti biblíu-
fræðingur allra tíma, átti heima
í Betlehem í 34 ár, frá 386—429.
Hann ritaði: „Frá tímum Hadri-
ans til rikisstjórnar Iíonstant-
ins, eða um það bil 180 ára
timabil, stóð stytta af Júpiter á
þeim stað, sem orðið hafði vitni
að Upprisunni. En á klettinum,
þar sem Ivrossinn hafði staðið,
settu heiðingjarnir marmara-
styttu af Yenusi, sem síðan var
tilbeðin. Yissulega væntu hinir
fyrstu ofsækjendur þess, að með
því að saurga vora helgu staði,
mundu þeir ræna oss trúnni á
Krossdauðann og Upprisuna.
Jafnvel mín eigin Betlehem,
eins og' hún er núna, þessi æru-
verðugasti staður i öllum heim-
inum, sem sálmaskáldið kveður
um, „Sannleikurinn hefur sprott-
ið upp af jörðunni", var yfir-
skyggður af Tammus-trjálundi,
það er, af Adonis (sýrlenzkur
náttúruguð*); og i sjálfum hell-
inum, þar sem Jesúbarnið hafði
gefið frá sér sitt fyrsta hljóð,
var haldinn harmagrátur yfir
elskhuga Venusar.
En árið 330 lét heilög Hel-
ena Ágústa (drottning Konstant-
inusar Chlorus keisara og móðir
Konstantins mikla keisara) rífa
niður inusteri Adonis og reisa
i þess s*að Fæðingarkirkjuna.
*og grísk sagnapersóna, elsk-
hugi Afrodite (Venusar).