Úrval - 01.12.1963, Blaðsíða 17
HELLIRINN í BETLEIIEM
29
Sagnaritarinn Eusebius, sem var
persónulegur vinur Konstantins
mikla, ritaði um heilaga Helenu,
móður Konstantíns: „Því að án
tafar helgaði hún tvær kirkjur
þeim Guði, sem hún tignaði,
aðra yfir hellinum, þar sem
Frelsarinn liafi fæðzt, og hina
á Uppstigningarfjallinu. Því að
Hann, sem var „Guð með oss“
haí'ði gengizt undir að fæðast
í helli á jörðunni og fæðingar-
staður hans var af Hebreum
nefndur Betlehem. í samræmi
við það heiðraði hin guðhrædda
keisaradrottning staðinn, þar
sem hún, sem ól hið himneska
Barn, leið fæðingarhriðir sínar,
með dýrmætum minnismerkjum,
og skreytti hinn heilaga helli
með öllum hugsanlegum glæsi-
leik.“
Þessi kirkja heilagrar Hel-
enu, Fæðingarbasilíkan, stend-
ur enn, enda þótt hún hafi orð-
ið margt að þola gegnum aldirn-
ar, bæði vegna skemmdarverka
og endurbóta. Hinn heilagi hellir
er í kapellunni undir kórgólf-
inu. Þak hellisins var rofið til
þess að rýma fyrir nauðsyn-
legum undirstöðum, sem bera
skyldu þunga byggingarinnár
fyrir ofan. Á vorum dögum
liggja tveir stigagangar þangað
niður, annar með 1G þrep og
hinn með 13. Hið upprunanlega
gólf og veggir standa enn, en
eru nú lögð marmaraflísum til
hlífðar. í marmarann er greipt
silfurstjarna, með þessari áletr-
un á latinu: „Hér var Jesús
Kristur fæddur af Maríu Mey.“
Kalksteinshellar Palestínu hafs
komið mikið við sögu landsins.
Það var í einn þeirra, sem Lot
og dætur hans flúðu eftir eyð-
ingu Sódóma og Gómorra. Abra-
ham keypt helli í Hebron sem
grafhýsi fyrir Söru og í fyll-
ingu timans var Abraham sjálf-
ur, ísak og Rebekka, Jakob og
Lea lögð þar til hinztu hvíldar.
Þegar Davíð flýði fyrir liin-
um afbrýðissama Sál, héldu
liann og menn hans sig fyrst
í hellum i Adullam, og síðar
i hellum í Engaddi. Sem dreng-
ur í Betlehem hefur hann að
sjálfsögðu verið þaulkunnugur
hellunum i þeim landshluta.
Ætli hinn verðandi konungur
hafi nokkurn tíma komið í hell-
inn, sem sonur Davíðs átti sið-
ar að fæðast í?
Það var í helli I Horeb, sem
spámaðurinn Elias faldi sig
fyrir reiði Jessabel drottningar.
Enn þann dag í dag eru hellar
undir húsunum í Nazaret og
Betlehem. Flest árin af þeim 34
sem heilagur Hieronymus dvaldi
i Betlehem, bjó hann, las og
ritaði í helli, sem lá fast við
hellinn, þar sem vagga kristn-
innar stóð. Hann ritaði: „Einnig