Úrval - 01.12.1963, Síða 21
HIN ÓnUGANDI FRÚ RROWN
33
strax livað í henni bjó, aS hún
var Sti'kilsberja Finnur í kven-
líki. Hann bauð henni að veiða
með sér á árabátum sínum og
hún sag'ði fúslega skilið við
heimatilbúna flekann sinn.
Mark Twain sá, að Molly lvafði
ekki hina minnstu hugmynd um
að hún vtar stúlka. Áður en
hann gat súið sér við, hafði hún
afklæðzt og stungið sér fyrir
borð, án minnstu blygðunnar,
en það átti eftir að einkenna allt
hennar líf.
Þegar Molly var 15 ára, komst
hún að raun um að kofarnir í
Hannibal gæfu engin fyrirheit
um ævintýri, svo að hún og
bræður hennar tóku isaman
pjönkur sinar og hluþust að
heiman. Þau ferðuðust með póst-
vagninum til Colorado, til Lead-
ville, þar sem Molly fékk vinnu
sem kokkur hjá námuverka-
mönnurn.
Hið erfiða líf i námabænum
herti aðeins líkamlegt þrek þess-
arar fáfróðu, framhleypniu
stúl'ku. Þrem vikum síðar kynnt-
ist hún og giftist John .1. Brown
sem kallaður var „Leadville
Johnny" af drykkjufélögum
hans á Saddle Rock kránni.
Johnny var 37 ára, þungur á
sér eins og flóðhestur, órnennt-
aður, slagsmálahundur og rauð-
hærður í þokkabót.
Tæpum tVeimur mánuðum
eftir giftinguna komst Johnny
í peninga. Honum voru boðnir
300 þúsund dollarar fyrir einn
landskika sinn. Han tók boðinu,
en setti eitl skilyrði: „Borgið
mér í þúsund dollara seðlum“,
sagði hann, „ég ætla að fara
með þá heim og setja þá í keltu
fallegustu stúlkunnar í bænum.“
Hann kom blaðskellandi inn í
eldhúsilð, greip hana á loft og
sneri henni í hring, lét hana
liafa peningana alla. „Ég vildi
að þú sæir þá, fengir að halda
á þeim,“ sagði hann. „En nú
verður þú að fela þá.“
„Hvar?“ spurði Molly.
„Þú finnur stað, elskan mín.
Ég er að fara niður í Saddle
Rock, til að halda upp á dag-
inn.“
Hann var á kránni fram und-
ir morgun, og félagar hans báru
hann heim. Hann var samt það
hress að hann gat borið upp
tvær óskir. Önnur var, að
„drengirnir" léfu fallegu kon-
una hans afskiptalausa og hin
var, að þeir kveiktu upp eld.
„Ég er að drepast úr kulda,“
sagði Leadville Johnny.
Drengirnir komu honum fyrir
á fleti, því næst kveiktu þeir
upp. Molly reis upp úr fasta
svel'ni, þefaði út í loftið þar
sem eldurinn sendi reykjar-
strókana út úr eldstónni. Síð-
an æpti hún upp,