Úrval - 01.12.1963, Side 22
34
ÚR VAL
MeS skörungnum skaraði hún
í glóðunum, en það var of seint.
Hún hafði einmitt valið stóna
til að fela peningana í, og nú
fhigu 300 þúsund dollarar yfir
Leadville.
í hálfa klukkustund grét hún
við barm Johnnys. Þegar honum
skildist loksins að peningarnir
voru brunnir, settist hann upp
og sagði: „Vertu óhrædd, mín
kæra. Ég næ í meira.“
Þó ótrúlegt megi virðast, fór
Leadville Johnny út um daginn
og hitti að máli „Little Johnny“
einn mesta gullframleiðanda
í sögu Coiorado. Að lökum
tók hann 20.000.000 dollara
fram úr pússi sínu.
„Nei,“ sagði hann við menn-
ina sem höfðu keypt hina eign-
ina hans. „Ég sel ekki þetta.“
„Við bjóðum 300 þúsund doli-
ara aftur ef þú selur,“ sögðu
kaupendurnir.
„Nei,“ svaraði Johnny. „Ég
treysti ekki eldstóm. Það er ör-
uggara í jörðinni."
Loksins fór Molly að skilja
gildi peninganna. Þetta var upp-
hafið, sögðu gagnrýnendur á
framgöngu hennar frá Lead-
ville til einglyrna. Brown hjón-
in fluftu „upp hæðina“ þar sem
námueigendur og bankastjórar
á'ttu hús. Leadville Jöhnny spar-
aði ekikert til hússins, sem hann
ætlaði brúði sinni. Að endingu
lét hann setja steingólf í hvert
herbergi og greipa silfurdollara
horna á milli í yfirborðið.
Brátt var Leadville ekki nóg
fyrir Molly. Hún hafði heyrt um
samkvæmislifið í Denver, dans-
ieiki og krár. „Til Denver þá,“
sagði Johnny. Brown hjónin
byggðu steinhús í Pennsylvanía
Avenue, glæsilegasta hverfinu í
Denver. En hrokafullir stór-
bokkarnir vildu ekki sjá þessa
rauðhærðu uppskafninga ofan
af fjöllum. Molly var enn á tví-
tugsaldri, óskóluð og bráðlynd,
og hvernig átti hún að vita um
hjóm sýndarmennskunnar?
Hún leigði stærstu hljómsveit-
ir, hélt dýrustu dansleikina, reið
beztu hestunum, en gerðist oft-
lega sek um uppskafningshátt.
Hún kom oft óboðin í boð ná-
grannanna, svo hefðarfrúrnar
ákváðu að útskúfa henni.
Hluti gildrunnar var, að þær
báðu Molly að skrifa um líf
heldra fólksins í Denver. IJún
sat með sveitt ennið við gull-
slegna borðið sitt sem Little
Johnny hafði gefið henni. Grein
Mollyar birtist i timariti, og
yfirstéttir borgarinnar skemmtu
sér dátt. Villur og furðulegur
orðaforði höfundar voru þarna
svart á hvítu.
Að lokum yfirgaf Molly borg-
ina, vel meðvitandi um fávizku
sína og fáráðlingshátt. Johnny