Úrval - 01.12.1963, Blaðsíða 23
HIN ÓBUGANDI FRÚ BROWN
35
sagðizt ætla að vera heima.
„Ég hef aldrei kunnað að
starfa og hef aldrei þótzt kunna
það,“ sagði hann. „Bless, elsk-
an, og gleymdu ekki nafninu á
bankanum okkar. Þú átt hann.“
Frú Brown kom ekki til Den-
ver tæp átta ár. Heilmikið um-
stang var þegar hún kom aft-
ur, klædd samkvæmt nýjustu
Parísartizku. Sá orðrómur gekk
að Molly hefði með sér tvær
franskar þjónustustúlkur og tal-
aði reiprennandi frönsku við
þær. Reyndar hafði hún lært
fimm tungumál á þessum tæpum
átta árum sem hún hafði dvalizt
í höfuðborgum Evrópu
Það var fleira ótrúlegt i fari
Mollyar. Hún hafði kynnzt hinni
stórkostlegu Söru Bernhardt,
hafði lært að leika, komið fram á
velgerðarsamkomum í London,
sungið um borð á stórskipum.
Verst var fyrir gagnrýnendur
Mollyar að kyngja því, að fjöldi
frægra og aðlaðra úflendinga
gistu heimili Brownhjónanna
þegar þeir heimsóttu Denver.
En þrátt fyrir allan lærdóm-
inn, þá var hið sanna eðli Moll-
yar Brown enn undir niðri. Ef
hún var í vondu skapi, bölvaði
hún eins og sjóari. Rógberar
sögðu hana sérvitring.
„Víst er ég sérvitur,“sagði liún.
„En ég hef lijarta úr gulli.“
Þegar Leadville Johnny neitaði
að endasendast um Evrópu og
víðar, skildu þau. En liann var
alltaf mjög örlátur við hana.
Hann elskaði hana alltaf og vildi
að henni liði vel. Hann fór eldki
fram á annað en hann gæti lát-
ið fara vel um sig í setustofu
sinni.
Frú Brown keypti 70 herbergja
hús nálægt New York, þar sem
hún skemmti Astorhjónunum og
fleira tignarfólki — allt fór þetta
í taugarnar á óvinum hennar í
Denver. En í apríl 1912 valdi
borgin Molly sem hetju sina, þessi
borg sem hafði neitað henni um
stöðu í samkvæmislífinu. Titanic
hafði sokkið og Molly var orðin
hetja þeirra.
Frú Brown var 39 ára þegar
hún lagði af stað frá Liverpool
á leið til New York með Titanic,
sem var að fara í jómfrúför
sína. En nú var liún ekki lengur
grönn stúlka heldur var hún orð-
in býsna þyb’bin. En samt sem
áður var hún enn full af lifs-
fjöri.
Hún var mjög vinsæl meðal far-
þega þrátt fyrir sérvizku sína.
Hún skemmti sumum og hræddi
aðra með leikni sinni í að fara
með byssur, en þar á meðal var
að henda fimm greipaldinum og
skjóta í hvert þeirra áður en þau
lentu á sjónuin.
Þó Molly eyddi miklum pening-
um í föt, var hún hætt að hafa