Úrval - 01.12.1963, Side 26
38
ÚR VAL
„Að hmgsa sér, að ég skildi
tapa þrisvar sinnum meira fé í
brennu“ sagði hún með bros á
vör.
Frú Margaret Tobin Brown dó
úr hjartaslagi í oldóber, 1932.
Hún hafði verið að syngja í
ibúð sinni i New York, þegar hún
allt i einu fékk aðsvif og missti
meðvitund. Tveimur dögum
seinna var lnin jörðuð i Hamp-
stead, Long Island, í umhverfi
sein hún elskaði jafnheitt og hún
liafði els'kað Colorado.
ym&mzmivm.
PLASTÞYNNA, SEM EKKI RIFNAR.
Fyrirtæki 1 Bandaríkjunum framleiðir nú polyurethane-bynnu,
er nefnist „Selion UR“. Plastþynna þessi er gædd óvenjulegum
styrk gagnvart öllu, sem slítur og tætir. Til dæmis, getur mað-
ur á gaddaskóm (golfskóm) staðið á þynnunni, án þess að gadd-
arnir reki göt á hana.
Vegna þess, hve efni þetta þolir vel langvarandi samkuðl,
brot og skrap án þess að láta á sjá, jafnframt því sem það þolir
vel benzín, olíur og ýmsar upplausnir, mun það koma að marg-
víslegum notum, t. d. í fallrennur, dælublöðkur, við hanzka- og
fatagerð o. fl. Hægt er að fella efnið saman í lög, gera það vökva-
þétt eða setja á það límlag.
RAFSEGULBÚNAÐUR Á SAUMAVÉLAR FYRIR SJÁLFVIRK-.
AN SAUM EFTIR FYRIR FRAM ÁKVEÐNUM SNIÐUM.
Með hjálp rafseguibúnaðar, sem ítalskir saumavélaframleið-
endur hafa gert, má nú sauma á sjálfvirkan hátt eftir fyrir fram
ákveðnum linum. Útbúnaður þessi hefur þegar verið notaður
með góðum árangri við framleiðslu á skyrtukrögum og vestis-
vösum, og menn gera sér góðar vonir um, að hann muni leysa
úr mörgum þeim vandamálum, er framleiðendur tilbúins fatn-
aðar eiga við að glíma. Stjórnandinn þarf aðeins að setja vél-
ina i gang og mata hana á efninu — allt annað er sjálfvirkt.
Talið er, að með hjálp þessa útbúnaðar sé hægt að vinna verk-
ið á helmingi styttri tíma og að gæði þess séu jöfn og mikil. Þá
er það mikill kostur, að ófaglært starfsfólk getur annazt verkið.
Margir smíða hamingju sína þannig, að þeir nota meðbræður
sina fyrir steðja.