Úrval - 01.12.1963, Síða 27
39
Vandaðu mál þitt
"\
J
Hér fara á eftir 17 orð, orðasambönd og orðtök méð réttri og rangri
merkingu ásamt Þrem málsháttum til athugunar. Prófaðu kunnáttu
þina í íslenzkri tungu og auk þú orðaforða þinn með því að finna
rétta ráðningu orðai og orðasambanda.
1. bloti: bleyta, hláka, harðfenni, stál í skánarhrauk.
2. broti: frosinn snjór, brotajárn, sker, strandlengja.
3. eiwhneppa: einhneppt föt, hnapphelda, hrafnfifa, fjötur.
4. flæsa: fláki, skammvinnur þurrkur, harðslæjur, útræna.
5. gagur: gjögui’, önuglyndi, hundgá, tófugagg.
6. gapaldur: jarðsprunga, léttúðug kona, galdrastafur, op.
7. gaprildi: finngálkn, galdrastafur, léttúðug kona, gil.
8. gaúkull: smáhnykill, hrossagaukur, taðköggull, mókökkur.
9. hengilórast: liggja i leyni, slæpast, læðast, skríða.
10. skripla: skerpa sög, sverfa, flissa, skrika til.
11. teitur: gáður, kátur, vanafastur, úrræðagóður.
12. örkvisi: kalviður, fúlegg, bogmaður, lingerður maður.
13. Þaö hleypur gutti í einhvern: hann verður skyndilega afkasta-
mikill, reiðist skyndilega, verður fúll.
14. Vera alveg graílaralaus: standa uppi ráðalaus, vita ekki hvaðan
á sig stendur veðrið, utan við sig af undrun.
15. Hafa hitann í haldinu um eitthvaö: vera órólegur vegna einhvers,
vera á báðum áttum, reiður. — Hvað Þýðir hald?
16. Bera blak fyrir einhvern: sefa einhvern, létta honum starf, bera
í bætifláka fyrir hann.
17. Þetta er ekki gull í skel: ófagurt á að líta, ekki fyrsta flokks,
litið á að græða.
18. Eigi deilir l'itur kosti. Hvað þýðir hér sögnin að deila?
19. Enginn er öörum sjálfur. Hvaða annað spakmæli er sömu merk-
ingar og þessi málsháttur?
20. Engum er ár aö annars óförum. Hvaða merkingu hefun hér orð-
ið ár?
Lausn á bls. 142.