Úrval - 01.12.1963, Síða 29
ÓFRESKJAN Á HVERFISTEINSEYJU
41
glitraði eins og ísdröngull. Það
hrygldi i henni.“ Þótt fregnin
um skiprekann væri á sinn hátt
gleðiefni, hafði einn faöir lú-
flengt son sinn.
Það var liðið á nóttu, þegar
mennirnir héldu heim á leið,
glaðir í bragði og skemmtu sér
við að segja söguna um „ófreskj-
una“.
„Kannski sáu þeir djöfulinn,“
sagði einhver. Félagar hans
hlógu með honum, en ekki var
laust við, að einhver uggur
læsti um sig þarna i myrkrinu.
Sumum varð hugsað til furðu-
sagna, sem gamlar konur á eynni
sÖgðu eyjarskeggjum: um ein-
kennileg og dularfull fyrirbæri.
Þeir gengu áfram, og blys
þeirra köstuðu flöktandi hjarma
á hjarnið. Þeir gengu nú sam-
an í einum hnapp og skimuðu
i kring um sig. Skyndilega námu
þeir staðar, og ekkert heyrðist
annað en hvæsið i vindinum
og þung'ur andardráttur joeirra.
Allt i einu lyfti einn þeirra
hendinni og benti út í myrkrið.
Hinir störðu skjálfandi þangað
sem hann benti. Var þetta ekki
eitthvað þarna úti í myrkrinu,
stærðarferlíki, sem vagaði í átt-
ina til þeirra? Nú sáu þeir það
greinilega. Skepnan var með
! handleggi, höfuð, fætur og risa-
stóran skrokk, sem virtist
skyggja á hálfan himininn. Hún
nálgaðist óðum og lyí'ti nú liægt
handleggjunum.
Þeir brugðu skjótt við og flúðu
jafnskelfdir og drengirnir um
kvöldið áður. Þeir hlupu heim
í þorpið og rakleiðis heim til
prestsins, séra Charles Boudre-
ault.
„Ófreskja, séra Boudreault,"
hrópaði einn þeirra. „Hræðileg,
hvít skepna á stærð við jmjá
menn.“
Séra Boudreault hlustaði þol-
inmóður á söguna. Þegar hér
var komið sögu, höfðu þorps-
búar flykkzt að húsi prestsins.
Allir biðu þess, að presturinn
tæki til máls.
Presturinn reyndi sem mest
hann mátíi að finna skynsam-
lega skvringu á þessu handa
sjálfum sér og fólkinu og stóð
þarna þögull nokkra stund. Eitt
var víst — þetta, sem mennirn-
ir höfðu séð, var griðarstórt.
„Gat þetta hafa verið ísbjörn?
spurði hann loks. Það brá and-
artak fyrir vonarneista á andlit-
um manna. En einn þeirra, gam-
all veiðimaður, hristi höfuðið.
„Nei. Það var ekki isbjörn.“
Hann pataði út í loftinu i leit
að orðum. „Þetta var of stórt
—- öðruvísi i laginu — nei, það
var ekki ísbjörn.
Hinir kinkuðu kolli til sam-
þykkis, og allir sneru sér að
prestinum á ný. Séra Boudreault