Úrval - 01.12.1963, Side 30
42
ÚR VAL
hnyklaöi brýrnar áhyggjufull-
ur. Hann vissi, að þeir liéldu,
að skepnan hefði verið yfir-
náttúrlegt fyrirbrigði. Hann láði
þeim ekki, þótt þeir væru skelfd-
ir. En hann mátti ekki fallast
á grun þeirra. Hann talaði af
uppgerðarsannfæringu.
„Á morgun,“ sagði hann, „för-
um við og leitum að þessu.“
Mennirnir brostu. Þetta Iíkaði
þeim. En aðeins 12 menn fóru
með prestinum morguninn eftir.
Hinir urðu eftir heima til að
verja lconur og börn. Hinir 12
fóru á eftir séra Boudreault
þungbúnir mjög. Séra Boudreault
gekk í fararbroddi, og allir héldu
þeir öxum og byssum á lofti.
Þeir voru við öllu búnir.
Nýfallinn snjór hafði máð út
öll spor, og í fyrstu bar leit
þeirra engan árangur. Tvær
klukkustundir liðu, þrjár. Það
var komið undir hádeg'i, og enn
höfðu þeir elcki orðið varir við
neitt. Það leið á daginn, og
mennirnir voru teknir að lýjast.
Undir kvöld rakst séra Boud-
reault á ótrúlega sönnun. Spor
Slík spor liafði enginn augum
litið fyrri, tvö fet á lengd og
fet á breidd. Þau teygðu sig
út i rökkrið, stórir, bláir skugg-
ar i glitrandi lijarninu.
Séra Boudreault leizt ekki á
blikuna. Hann var ekki veiði-
maður, en hann vissi, að ekkert
dýr skildi eftir sig svona stór
spor, a. m. k. ekkert þekkt dýr.
Mennirnir eltu slóðina klukku-
stundum saman og héldu fast
utan um vopn sin. Slóðin lá
fram og til baka, i hlykkjum
um hjarnið. Nú var tekið að
dimma, en sporin voru tekin
að breytast. Þau voru ekki leng-
ur eins greinileg. Þarna hafði
skepnan slcilið eftir sig djúpa
rák, eins og hún væri of þreytt
til að lyfta fótunuin. Skömmu
siðar sáu mennirnir stærðar-
dæld í snjónum, þar sem skepn-
an hafði fallið til jarðar. Snjón-
um var öllum umturnað, sem bar
þess vott, að skepnan hafði átt
erfitt með að staulast á fætur.
Þeir sáu, að skepnan hafði
dottið um koll oftar en einu
sinni, og dældirnar í snjónum
urðu æ tiðari. Loks sáu þeir,
að skepnan hafði ekki komizt
á fætur, lieldur hafði skriðið
áfram. Skyndilega fann séra
Boudreault til meðaumkunar.
Hver sem þessi skepna var, þá
var liún að dauða komin. Hann
leit framan í félaga sina og sá
aðeins skelfingu blandaða veiði-
spennu.
„Nú hljótum við að fara að
finna hana,“ sagði einn mann-
anna. Það var komin nótt. Ský-
in skyggðu á tunglið, og þeir
fikruðu sig áfram i bjarmanum
frá blysum sínum, dauðhræddir