Úrval - 01.12.1963, Side 31
ÓFfíESKJAN Á HVERFISTEINSEYJU
um, að á liverri stundu myndu
þeir rekast á það, sem þeir voru
að leita að.
Það var séra Boudreault, sem
sá liana fyrstur. Hann nam stað-
ar og benti hinum á hana, hvíta
þúst i 50 feta fjarlægð frá þeim
Hún lá í snjónum og bærðist
ögn. Mennirnir fylgdu fast á
eftir prestinum, of hræddir til
að segja orð.
Séra Boudrcault hafði ekki
augun af skepnunni, en sá
skyndilega glampa á eitthvað við
hlið sér. Hann snerist á hæli og
keyrði niður byssuhlaupið.
„Drepum það núna, áður en
það ræðst á okkur.“ hvislaði
maðurinn skelfingu lostinn.
„Nei.“ Rödd prestsins var á-
kveðin.
Mennirnir tóku nú að malda i
móinn, en séra Boudreault svar-
aði ekki. 1 stað þess gekk hann
af stað. Hann heyrði mennina
grípa andann á lofti á bak við
sig. Hann fetaði sig áfram, und-
urhægt. Það glampaði á skepn-
una í blysbjarmanum eins og
is. Hún var mikil um sig. eitt-
hvað um átta fet á hæð.
Hann nálgaðist hægt og hægt.
Hann sá móta fyrir griðarstóru
höfði, likama, fótum. Það fór
hrollur um hann, er hann sá
augu stara framan i sig, stór
svört göt í höfðinu. Hann beygði
sig niður og teygði fram hand-
43
legginn. Hann snerti kaid'an,
hrjúfan ís.
Skepnan stundi, og skyndi-
lega heyrðist rödd frá þessari
stóru, hvítu þúst.
„Faðir!“
Eitt óralangt andartak stóð
séra Boudreault hreyfingarlaus,
en smám saman tók myndin
að skýrast. Hann hrópaði upp,
og mennirnir þustu hinum til
hjálpar. Handbrögð þeirra voru
ofsafengin, er þeir gripu utan
um stóran, hálan skrokkinn.
Þeir tóku á öllum sínum kröft-
um og lyftu snjóþústinni upp.
Það var með mestu erfiðismun-
um, að þeim tókst að bera þessa
þungu byrði heim í þorpið.
Þar lögðu örmagna mennirnir
byrði sina við arineld og hjuggu
isinn burt sem mest þeir máttu.
Stórir ískögglar féllu á gólfið,
og loks losnaði veran innan í
drönglinum úr hinni köldu
prísund sinni.
Þetta var maður! Hann hét
Auguste Le Bourdais. Hann hafði
verið fyrsti stýrimaður og' eini
maðurinn, sem komst lífs af
á skipinu Calcutta.
Síðar sagði hann alla sögu
sína. Þeg'ar ólag hafði riðið á
Calcutta, hafði honum skolað
fyrir borð. Hann náði í skips-
borð og hélt dauðahaldi í það.
Hann vissi ekki, hversu lengi
liann flaut þarna í ísköldum