Úrval - 01.12.1963, Síða 32
44
ÚRVAL
sjónum. Hann var orðinn dof-
inn af kulda og meðvitundar-
laus, þegar hann rak á land á
Hyerfisteinseyju, ásamt braki úr
skipinu. Um nóttina féll á hann
snjór, sem hlóðst utan á hann,
þannig' að hann g'at sig hvergi
hreyft, þegar hann komst til
meðvitundar.
Loks tókst honum að skröngl-
ast á fætur, og klukkustundum
saman reikaði hann um i leit
að hjálp, þótt hann vissi, að
sennilegast væri, að eyjan væri
óbyggð. Þegar hann sá börnin,
greip fögnuður um sig í brjósti
hans. lín þegar þau flúðu, gaf
hann upp alla lífsvon. Hann
var sannfærður um, að hann
myndi ekki lifa af nóttina.
En um morguninn var hann
enn með lífsmarki. Allan daginn
hafði hann ráfað áfram í blindni,
í von um að rekast á þorpið,
sem hann vissi, að hlaut að vera
einhvers staðar á eynni. Um
nóttina hafði hann lagzt í snjó-
inn og beðið dauða síns. Bjarm-
inn frá blysum mannana niðri
við flakið hafði vakið hann. En
einnig þeir flúðu.
Hann mundi ekki gjörla, hvað
gerðist næsta dag. Hann mundi
aðcins nístandi kulda og sárs-
auka. Hann reis á fætur þrá-
sinnis, en féll um leið aftur til
jarðar. Margsinnis missti hann
meðvitund. Þá tók liann að
skríða áfram á fjórum fótuin.
Hann var staðráðinn í að halda
áfram, þar til dauðinn tæki
hann, hvað sem það kostaði.
Loks gat hann ekki meira. Hon-
um sortnaði fyrir augum. Þetta
var það siðasta, sem hann
mundi, þar til hann sá séra
Boudreault lúta yfir sig.
Auguste Le Bourdais slapp
ekki óskaddaður eftir þessa þol-
raun. Læknar urðu að taka af
lionum fæturna. En þeir sem
vit höfðu á, sögðu, að það væri
kraftaverk, að hann hefði lifað
þetta af. Venjulegur maður liefði
dáið i ísköldum sjónum. Það
var hinni einskæru seiglu hans
og kröftum að þakka, að hann
lifði af volkið í sjónum og síð-
an þrjá daga i snjónum. Þessi
hávaxni sjómaður hafði verið
um 300 pund á þyngd.
Þegar hann komst aftur til
heilsu, hélt hann til hinna ein-
manalegu Magdalene-eyja í St.
Lawrence-flóanum. Þar stofnaði
hann dagblaðið Le Bulletin,
kvæntist og eignaðist börn. Hann
var alltaf ófús til þess að tala
um svaðilfarir sinar. Hann fyllt-
ist beiskju og sársauka, þegar
hann rifjaði upp þessa miklu
Jiolraun, En við blaðamann
nokkurn sagði hann eftirfar-
andi: „Hefði guð ekki viljað
halda í mér líftórunni, og hefði
séra Boudreault ekki haft með-