Úrval - 01.12.1963, Síða 33
ÓFRESKJAN Á ÍIVERFISTEINSEYJU
45
aumkun með mér, þegar allir ég látið lif mitt sem Hvita Ó-
hinir voru fullir sltelfingar, hefði freskjan á Hverfisteins-eyju.
FLJÓTVXRK LANDMÆLING MEÐ RAFEINDAKERFI.
Með því að beita rafeindatæki, er „Tellurometer" nefnist, er
hægt að mæla fjarlægðir fljótt og auðveldlega og með nákvæmni,
sem ekki skeikar meiru en 4 þuml. á hverjum 10 mílum, jafnvel
þótt landið sé óslétt. Tæki þetta ætti að létta störfin við vega-
og járnbrautalagningar, olíuleit, kortagerð og landmælingar.
Notaðar eru lágspenntar „klystron“-pípur, og útbúnaðurinn
er samsettur af aðaltæki (master instrument) og fjarlægu) tæki,
sem staðsett er i fjarlægð, er getur verið frá 500 fetum og allt
að 40 mílum frá aðaltækinu. „Micro“-bylgjur eru sendar frá
aðaltækinu til fjarlæga tækisins. Bylgjurnar eru leiddar gegn-
um straumrásarútbúnað fjarlæga tækisins og síðan endursendar
til aðaltækisins. Timanum, sem þetta tekur (í millimicrosek.)
er skjótlega breytt i mílur. Flutningsorkan kemur frá „klyst-
ron“-pipunum. Flutningstíðnin er tempruð í útsendingu frá
aðaltækinu. Flutningsbylgjan endurgeislar frá fjarlæga tækinu,
tempruð af ýmisskonar stillibúnaði, og aðaltækið tekur á móti
henni. Þvi næst er gerður samanburður á útsendingu og við-
töku, og fjarlægðin ákvörðuð.
1 samanburði við venjulegar landmælingaraðferðir hefur „Tell-
urometerinn“ yfirburði í hraða. Það tekur aðeins 30 mín. að
setja tækið upp.lesa af og taka það niður. Það er þægilegt í
flutningi og auðvelt meðferðar fyrir tvo menn, sem fljótlegt
er að Þjálfa í notkun þess. Það veitir meiri nákvæmni. „Tell-
urometer“-kerfið hefur verið notað með góðum árangri, bæði
á auðnum norðurhjarans og í frumskógum' hitabeltisins. Þar eð
tækin eru óháð því, hvort beint sjónsamband er á milli staða,
er unnt að framkvæma mælingar í þoku og regni og gegnum
runna og tré. Nýjasta gerðin innifelur sérstakan útbúnað til
að mæla fjarlægðir yfir vatn, sigla með ströndum fram, stað-
setja olíuturna frá strönd og fyrir langar fjarlægðamælingar
úr lofti, allt að 100 mílur.
ISnaOarmál.