Úrval - 01.12.1963, Blaðsíða 35
LUNGNAÞEMDA
47
og vinnur létt eða í meðallagi
erfitt starf i 8 stundir á dag,
notar nálægt 570 1. af súrefni
á sólarhring (súrefniS er um
21% af andrúmsloftinu). Þetta
súrefni fer inn í blóðið gegnum
veggi háræðanetsins, sem lykur
um veggi lungnablaðranna (alv-
eoli) —- um það bil 750 millj.
talsins i lungunum. Hjartað
þrýstir blóðinu um slagæðarn-
ar og áfrarn um hið afar smá-
gerða háræðanet til allra vefja
likamans.
Þar lætur blóðið súrefni sitt
og tekur í staðinn úrgangsefni
frá vöðvunum (aðallega kol-
sýru), og snýr aftur gegnum
annað æðanet — bláæðarnar —
til (hjartans og) lungnanna.
Þar lætur það kolsýruna og tek-
ur nýjan súrefnisskammt. Þetta
er aðalstarf lungnanna, að hafa
skifti á þessum tveimur loft-
tegundum. Maður, sem andar að
sér um 570 1. af súrefni, andar
frá sér um 475 1. af kolsýru.
Heilbrigður maður, i hvild,
andar um 14 sinnum á mínútu,
þar sem maður með lungna-
þembu andar 20—30 sinnum,
og fær samt ekki nægilegt súr-
efni. Kolsýrumagn blóðsins og
líkamsvefjanna vex, og veldur
þreytu og ertingi. Hver sá, sem
hefur orðið þungur í höfði, eft-
ir að hafa dvalið i loftlitlu her-
bergi, hlýtur að finna til með
lungnaþembusjúklingnum, sem
verður að lifa við stöðugan súr-
efnisskort.
Við þessi óþægindi bætast
svo erfiðleikar sjúklingsins að
hósta upp slími. Hversu ákaft
sem hann hóstar, verður ár-
angurinn lítill eða enginn. Auk
þess vilja hinir örþunnu veggir
lungnablaðranna og neðstu loft-
ganganna (barkagreinanna) að
lokum rifna við áreynsluna. Af
þrota, bólgu og örum þykkna
þeir svo og þrengjast.
Þar til nýlega hefur lækna-
stéttin haft svo lítinn skilning
á lungnaþembunni, að hún hef-
ur verið greind sem lungna-
kvef andarteppa eða einfald-
lega ellilasleiki. Nú hefur hún
verið tekin til gag'ngerðar rann-
sóknar. Það hefur komið í ljós,
að hún fer afar liægt af stað.
Hún læðist að manni lymsku-
lega með árunum. Þegar hún
loks er greind, eru lungun og
litlu barkagreinarnar oft orðn-
ar alvarlega skaddaðar.
Táknrænt er dæmi skipsbryt-
ans Oleys. Um fertugt veiktist
hann af þungri lungnabólgu.
Næstu fimm árin var hann mjög
kvefsækinn. 48 ára fékk hann
aftur lungnabólgu og var lagður
í sjúkrahús. Þegar hann var
kominn aftur til vinnu sinnar,
var hann einn morgun að bera
bakka upp stiga og varð þá