Úrval - 01.12.1963, Side 36
48
ÚR VAL
að hvíla sig nokkrum sinnum
vegna mæði. „Ég reyki of mik-
ið af vindlingum,“ sagði hann
við sjálfan sig, og minnkaði
það niður í einn pakka á dag.
En mæðin minnkaði ekkert.
Enn einu sinni fékk hann
lungnabólgu — i þetta sinn kvef-
lungnabólgu. Þá var hann fimm-
tugur. Stöku sinnum vaknaði
hann á nóttinni, stóð þá á önd-
inni, lá við köfnun og varð
hræddur.
Loksins fundu læknar að það
var lungnaþemba, sem gekk að
Oley, en þá var það of seint.
Lungnaskemmdin var orðin ó-
bætanleg. Þar sem hann var
nú of andstuttur til að vinna,
varð hann að fara á sjómanna-
hæli og dvelja þar til æfiloka.
Allir geta fengið lungnaþembu.
En hverjar sem orsakirnar eru
— ertandi efni, ryk frá iðnaði
og reykblönduð þoka, vindlinga
reykur þykja grunsamleg —- þá
virðist loað, sem mestu ræður,
samkvæmt sjúkrasögunum, vera
endurteknir kvillar í öndunar-
færunum. Og enn sem komið
er, er ekki til nein lækning við
þessu. Þeir, sem fengið hafa
sjúkdóminn verða að berjast
við að ná andanum það sein
eftir er ævinnar. En, eins og
er með sykursýki, eru til ráð
til þess að geta lifað með sjúk-
dóminn.
Það sem fyrst og fremst riður
á, er að greina sjúkdóminn þegar
i stað — en af því leiðir, að
allir, sem hafa þrálátan hósta
og brjóstveilu, ættu að leita
læknis snemmct. Sé sjúkdóms-
greiningin lungnaþemba, verður
meðferðin að nokkru leyti fólg-
in í notkun lyfja, sem vikka út
lungnapípurnar með því að
draga úr þenslu vöðva þeirra,
og sem notuð eru í sérstökum
vélum og handúðunaráhöldum.
Öndunarvegina verður að
hreinsa eins vel og hægt er.
Sérstök leysandi lyf eru notuð
til að þynna slím, sem safnast
hefur fyrir.
Annað lækningatæki er svo-
nefnt IPPB (Intermittent Posi-
tive Pressure Breatliing), önd-
unaráhald (stállunga), sem and-
ar fyrir sjúklingana sjálfvirkt.
Flest góð sjúkrahús hafa slik
tæki. Venjulega er sjúklingurinn
látinn í það í 10—15 min. kvölds
og morguns. Einnig er notuð
súrefnismeðferð, en hún verður
að vera undir nákvæmri lækn-
isgæzlu. Stundum eru sjúkling-
arnir látnir anda að sér súr-
efni með vissu millibili, til þess
að auðvelda þeim að hreyfa
sig og stunda atvinnu sína. Þeg-
ar sjúklingurinn gerist andstutt-
ur, andar hann einfaldlega að
sér súrefni — 32—40% „að
styrkleika“. Lítil hylki, sem