Úrval - 01.12.1963, Page 37
LUNGN AÞEMBA
49
flytja má með sér og innihalda
súrefni undir háum þrýstingi
eru ti! þess gerð, og gefa stöð-
ugt og reglulegt súrefnisrennsli.
Engin áhöld geta þó komið
í stað vöðvastarfsemi sjúklings-
ins sjálfs. Dr. Alan L. Barach,
lyflæknir við Presbyterian-
sjúkrahúsið í New York, segir:
„Að láta sjúklingana anda að
sér súrefni á göngu, hefur haft
í för með sér aukna starfsorku
hjá þeim langflestum, ásamt til-
svarandi bata á líkamlegu og
andlegu ástandi.“ Sjúklingarnir
eru hvattir til að halda ekki
mikið kyrru fyrir, til þess að
koma í veg fyrir vöðvarýrnun.
Dr. William F. Miller, sem hef-
ur tekið sér fyrir hendur að
rannsaka vöðvastarfsemi og á-
hrif hennar á sjúkdóma lífeðlis-
fræðilega, segir frá miðaldra
manni, sem varð alger öryrki
sökum lungnaþembu. Maðurinn
var lagður i sjúkrahús, þar sem
hann var tekinn til endurhæf-
ingar eftir fyrirfram lagðri á-
ætlun um æfingar og súrefnis-
innöndun. Tókst að gera hann
sæmilega starfshæfan um nokk-
urt árabil, ]jar til hann dó úr
óskyldum sjúkdómi.
í bæklunarsjúkdóma- og end-
urhæfingardeild læknamiðstöðv-
ar New York-háskóla hefur nú
um fimm ára skeið farið fram
einstæð tilraunastarfsemi (styrkt
af starfsendurhæfingarstöð
Bandaríkjanna), undir forustu
Dr. Howard A. Rusk. Valdir eru
af þurfainannalistum sjúklingar.
sem eru of langt leiddir af
lungnaþembu til þess að geta
stundað atvinnu sína, en ekki
komnir af starfsaldri, og þeir
teknir í sjúkrahús til æfinga-
meðferðar. Síðar eru þeim
kenndar nýjar starfsgreinar,
sem eru miðaðar við öndunar-
hæfileika þeirra.
Dr. Albert Haas, stjórnandi
tilraunanna, leggur áherzlu á
öndunaræfingarnar, til þess að
sjúklingurinn geti haft sem mest
fjárhagsleg not af þeirri hjarta-
og lungnaorku, sem hann á enn
yfir að ráða. Af 125 sjúklingum
á aldrinum 28—60 ára, sem til-
raunir þessar hafa verið gerðar
á, liafa yfir % hlutar þeirra
fengið æskilegan árangur. Marg-
ir hafa aftur fengið einhverja
atvinnu. Standa vonir til að
þessi byrjunarárangur verði
upphafið að víðtækum mögu-
leikum til slíkrar meðferðar í
sjúkrahúsum og lækningamið-
stöJðvum víðsvegar um Iandið.
Aðalvonin byggist samt á
rannsóknum. f New York vinna
tveir vísindamenn, sem lilotið
hafa Nóbelsverðlaun, Dr. Dickin-
son W. Richards og André F.
Caurnand, að undirstöðurann-
sóknum á innbyrði.s samstarfi