Úrval - 01.12.1963, Side 38
50
hjarta og lungna. Heilsuverndar-
stofnun Bandaríkjanna styrkir
nokkrar sameinaöar rannsókn-
aráætlanir. Og i Alabama er
fyrsta færanlega lungnaþembu-
tilraunastöð þjóðarinnar, sem
líkja má við hinar alþekktu
færanlegu berklastöðvar, að
hefja starf. Með fjárhagsaðstoð
frá 24 héraðsberklafélögum í
Aiabama og frá Sambandi banda-
rískra berklafélaga er vonazt
til að með starfsemi þessari tak-
ist að finna öndunarerfiðleika
á byrjunarstigi, sem leitt geta
til lungnaþembu.
En hvað er þá til ráða til
ÚR VAL
þess að koma í veg fyrir lungna-
þembu?
Leita skal samstundis læknis
við sérhverri mæðni, bólgu í
nef- og kjálkaholum, langvinnu
og endurteknu lungnakvefi og
umfram allt langvarandi hósta.
Æfa skal rétta öndun. Góð
líkamsreisn veitir þindinni full-
komið svigrúin til að hreyfast.
Daglegar æfingar. „Munið æfing-
arnar, sem sjálf náttúran veitir,
er menn hlæja, raula, syngja og
blístra,“ segir Dr. Irving J. Kane,
lungnasérfræðingur í New York.
„Þær stuðla allar að heilbrigðri
lungnastarfsemi.“
HEITUR EÐA KALDUR PELI.
Amerískir læknar hafa rannsakað á pelabörnum, hvort betra
sé að hafa mjólkina volga eðá kalda. 1 fjórar vikur fékk hvert
barn volga mjólk, næstu fjórar vikur kalda. Rannsóknin náði
bæði til fullburða barna og til barna fæddra fyrir tímann. Sam-
tals voru gerðar 66 þúsund athuganir, sem stóðu í 6 til 8 mán.
Ekki var unnt að finna neinar breytingar á svefni, gráti eða
framferði barnanna, þegar breytt var um hitastig mjólkurinnar.
Þau drukku nákvæmlega jafnmikið, hvort sem mjólkin var volg
eða köld, þyngdust jafnmikið, og enginn munur var á tilhneig-
ingu þeirra til að gubba mjólkinni. Elni munurinn, sem fannst
við þessa rannsókn, var sá, að kalda mjólkin lækkaði líkams-
hita barnanna um fáein strik. (Vie et SantéJ.