Úrval - 01.12.1963, Page 41
AIÁLVERKlfí „FÆÐING KRISTS"
53
þar sem hertoginn gerðist vernd-
ari hans, og síðast en ekki sízt
í Arrezzo. i dag koma þangað
pilagrimar hvaðanæva úr heim-
inum til þess að horfa á hin
stórkostlégu veggmálverk hans,
sem bera nafnið „Sag'a krossins.“
Piero elskaði fæðingarþorp
sitt heitar því meira sem liann
ferðaðist um. Hann fór þangað,
hvenær sem honum gáfust tæki-
færi til, og málaði fjöldann all-
an af myndum fyrir kirkjur San
Sepolero, þótt annars staðar
hefði hann getað unnið sér inn
vænar fjárfúlgur. Hann var kos-
inn í hæjarráð og settist loks að
í San Sepolcro og dvaldist þar
siðustu 14 ár ævi sinnar,
„Hraustur bæði á sál og hkama,“
eins og hann skrifaði sjálfur
á áttræðisaldri. Það var þarna,
sem honum datt í hug að mála
nokkrar svipmyndir úr Lúkasar-
guðspjatti (fl: 7-20), og mála
mynd af fæðingu Krists ásamt
englum, syngjandi fagnaðarboð-
skapinn.
Eftir dauða Pieros fór illa
fyrir mörgum meistaraverkum
hans. Veggmálverk hans i Ferr-
ara voru eyðitögð, þegar bygg-
ingarnar voru endurnýjaðar eða
rifnar niður vegna nýbygginga
i hinni vaxandi borg. Myndir
hans í Vatíkaninu týndust, þegar
Júlíus H. páfi bað annan frægan
listamann, Rapliael, að mála
nýjar myndir yfir þær gömlu.
Önnur málverk hurfu, þegar
kirkjur voru hvítkalkaðar eða
endurbættar. Næstu kynslóðir
gleymdu Arezzo, vegna þess að
borgin var ofurlítið afskekkt,
og meistaraverk hans, „Saga
krossins,“ féll í gleymsku. Það
var ekki fyrr en í byrjun þess-
arar atdar, að menn uppgötv-
uðu á ný snilldarverk hans.
Nútímalistgagnrýnendur telja
Piero della Francesca oft ný-
tízkulegastan gömlu meistaranna
og fyrirrennara Cézanne og
Picasso.
En Piero sýnir meiri trúar-
hita en nútímamálarar og ein-
lægara hjaríalag. Manngæzka
hans kemur berlega i tjós í
„Fæðingu Krists". Yfir mynd-
inni hvílir þægilegur og heim-
ilislegur blær, þar sem heilög
guðsmóðir sker sig út úr hinni
hversdagslegu heildarmynd.
Jesúbarnið, sem liggur i einu
horninu á skikkju heilagrar
guðsmóður, þarfnast móður
sinnar, eins og venjulegt barn
þarínast móður, og teygir sig
eftir henni. Englakórinn gæti
átt fyrirmyndir sínar meðal
barnanna. Asninn rymur, ux-
inn starir sljóum augum á Jesii-
barnið; óheflaðir fjárhirðar fá
ekki augun af þessari ójarðnesku
sýn; og Jósep, sem gengið hefir
hina erfiðu leið frá Nazaret til