Úrval - 01.12.1963, Page 43
55
Ógieymanlegur maður
Allt heppnast,
ef dugnaðinn
vantar ekki
Eftir Axel Thorsteinsson.
G var níu ára, þegar
ég fór í sveit í fyrsta
sinn að Gufá í Borg-
arhreppi, Mýrasýslu.
Dóttir hjónanna þar,
GuSfríður Jóhannesdóttir, síðar
Ijósmóðir og húsfreyja að Litlu-
Brekku, var veturinn áður á
heimili foreldra minna. Ég var
víst snemma spurull um sveita-
lífið, og nú varð það hlutskipti
Guðfríðar, að taka við af móður
minni og öðrum, að svala for-
vitni drenghnokkans. Ég orð-
lengi ekki um þennan aðdrag-
anda eigin kynna af sveitalíf-
inu frekara, en um vorið, þeg-
ar Guðfriður fór heim, fór ég
með henni. Og á Gufá var ég
alls fjögur sumur. Og ég minn-
ist þess með þakklátum huga
hve gott það var, að vera barn
á Mýrum vestur og geta treyst
öilum, og því oftar hefi ég hugs-
að á þá ieið sem lengur leið
á ævina.
Eigi verður þessi saga sögð
liér frekara, en ég' get þessa af
því, að þessi íjögur sumur urðu
eins konar forleikur að næsta
æviþætti — Hvanncyrarþættin-
um. Ástin til sveitanna festi ræt-
ur sumrin á Gufá. Þar er fagurt
og sér vítt yfir frá hæstu kletta-
borgum. Þaðan blasti við fjalla-
hringurinn, ailt frá Snæfells-