Úrval - 01.12.1963, Qupperneq 45
ÓGLEYMANLEGUfí MAÐUfí
57
andi, — og fjörugir.
Og ura leið spratt liann á fæt-
ur, tók í öxl mér og skók mig
dálitið, og ég sá, að glettnis-
glampa brá fyrir í augum hans:
— Ætli það sé ekki bezt að
láta strákinn ltoma!
Ég var léttur í lund á leiðinni
í bæinn — gripinn jafn djúpri
tilhlökkun og er ég fór i sveií
í l'yrsta sinn, og það dró ekk-
ert úr lienni, að ég hafði orðið
fyrir þeim áhrifum við þessi
fyrstu kynni, að ég yrði að
sýna þessum glæsilega og fas-
mikla, tilvonandi húsbónda mín-
um, að einhverjar töggur væru
í mér. Mér fannst allt vera eins
og bezt varð á kosið.
Og nú hófst hinn nýi ævi-
þáttur, Hvanneyrarþátturinn, þvi
að á Ilvanneyri var ég fjögur
sumur og tvo skólavetur. Og
eins og ég hefi oft um það
hugsað hve gott það var, að
hafa átt fjögur bernskusumur
á Mýrum vestur, eins hefi ég
oft hugsað til þess með þakk-
látum huga, að hafa dvalist á
unglingsárunum á Hvanneyri,
og mest fyrir þau áhrif, sem
Halldór skólastjóri hafði á mig,
en þau voru slík, i fáum orðum
sagt, að þau revndust veganesti,
sem mér var mikill styrkur að,
er mest á reyndi. Þau áhrif, —
áhrif kynna og hvatningar, hafa
aldrei máðst út. Og söm mun
hafa orðið reyndin fjölda margra
annarra en mín, sem nutu hand-
leiðslu hans, er þeir voru að
harðna og mannast undir lífs-
baráttuna.
Ég vildi mega minna á það
hér, að það var með lögum frá
árinu 1905, sem gerð var mikil
breyting á búnaðarfræðslunni í
landinu, og komu þau til fram-
kvæmda 1907. Með hinum nýju
lögum var búnaðarskólanum á
Hvanneyri breytt i bændaskóla.
Og þá urðu þar skólastjóraskifti,
Fyrirrennari Halldórs var Hjört-
ur Snorrason, síðar bóndi á
Skeljabrekku og alþingismaður,
mikill athafnamaður, góður
kennari og stjórnandi, að sögn
þeirra er nutu, og á alla lund
mikilhæfur maður og vel virt-
ur.
Halldór kom að skólanum
rúmlega þrítugur að aldri. Hann
var vel undir starfið búinn og
vel til foringja fallinn.
Hann var fæddur 14. febrúar
1875 í Laufási við Eyjafjörð,
sonur Vilhjálms Bjarnarsonar,
síðar bónda i Kaupangi og aö
Fauðará, en þeir voru albræður
Vilhjálmur og Þórhallur biskup,
en móðir Halldórs var Sigríður,
systir Björns á Dvergasteini.
Halldór fór í Möðruvallaskóla
og lauk þaðan gagnfræðaprófi,
en var síðan um nokkurt skeið
heima hjá foreldrum sínum og