Úrval - 01.12.1963, Side 46
58
ÚRVAL
hjá síra Birni móSurbróður sin-
um. Arið 1901 fór Halldór utan
til þess að stunda nám í land-
búnaðarháskólanum i Iíaup-
mannahöfn og lauk hann prófi
1904 og dvaldist svo um árs
bil áfram í Danmörku til þess
að kynna sér danskan landbún-
að og skólastarfsemi og var þá
m. a. í lýðskólanum í Askov.
Heim til íslands fór hann 1905.
Fyrsta starfið var að ferðast
fyrir Búnaðarfélag' íslands milli
rjómabúanna, sem þá voru all-
víða um land. Var ferðin farin
í eftirlits og leiðbeiningarskyni.
Varð hann á skömmum tima
kunnur fyrir þá röggsemi, sem
einltenndi allt hans ævistarf.
Næstu tvö ár var Halldór svo
kennari á Eiðum og jafnframt
ráðunautur Búnaðarsambands
Austurlands.
Og svo hefst aðalævistarf hans
sem skólastjóra og bónda á
Hvanneyri. Rak hann búið fyrir
eigin reikning. Allt var mcð
miklum myndarbrag og fram-
kvæmdir miklar. Aðsókn að
skólanum jókst fljótt eftir komu
Halldórs að Hvanneyri og alls
munu nemendur hans hafa ver-
ið um 650. Það er þannig ó-
smár hópur, sem naut fræðslu
lians og hvatningar til þess að
duga í lífinu — og raunveru-
lega er hópurinn miklu stærri,
þvi að margir aðrir en nemend-
ur hans urðu fyrir varanlegum
áhrifum eldmóðs hans og bjart-
sýni og óbifandi trúar á fram-
tið íslenzks landbúnaðar.
Tímann, sem ég var á Hvann-
eyri, kynntist ég skólapiltum
úr öllum héruðum landsins — og
aðrir piltar og stúlkur komu
lika, úr öllum áttum, til starfa.
Mörgum fleirum en skólanem-
um þótti þar eftirsóknarvert að
vera.
Minnisstætt er mér hve marg-
ir piltanna voru uppburðarlitlir
og hlédrægir við komuna, og var
það eðlilegt á þeim tíma. Þeir
komu margir úr fámenni í af-
skekktum byggðarlögum, þar
sem samgöngur voru strjálar og
erfiðar, þeir báru svo margir
frekara svip seinlætisins — og
lika seiglunnar — en hraða og
fjörs og snerpu. Efniviðurinn
var yfirleitt góður i piltunum
-— sumir reyndust vera harð-
duglegustu og snörpustu menn,
sem ég hefi kynnst, og kom það
bezt í Ijós í skorpum við hey-
skap, i Borgarnesferðum á vetr-
um, sem oft voru erfiðar vegna
ísreks og strauma (þá var Ilvítá
óbrúuð) og oftar, en það var
sjaldnast nema fyrst í stað, sem
uppburðarleysisins gætti. Stöku
menn voru jafnvel dauðyflis-
legir við komuna, en það stóð
ekki lengi. Ótæmandi lífsfjör
og þróttur skólastjórans verk-