Úrval - 01.12.1963, Síða 48
60
ÚR VAL
Hvanneyrarbúsins urðu þekktar
að gæðura, og eftirsótt vara.
Hann hófst handa um ræktun
íóðurrófna. Baráttu hans fyrir
votheysverkun verður iengi
minnst.
Menntunar hans og reynzlu
undir skólastjórastarfið hefi ég
minnst á, en hann liafði marga
aðra góða kosti til að bera sem
skólamaður og leiðtogi. Hann
var þróttmikill og framsækinn,
iiress i lundu, bjartsýnn, hvetj-
andi, — það sópaði jafnan að
honum, ungir menn hændust
að honum og dáðu hann, hann
var drengskaparmaður, en ó-
myrkur i máli ura það, sem
honum þótti miður fara. Stöku
mönnum sárnaði við hann, en
nær ávallt greri fljótt um heilt.
Allir virtu hann. Flestum þótti
vænt um hann.
Hann var skýr og' skemmti-
legur kennari og' framúrskarandi
búhöldur. Svo mikið orð fór
fljótt af lionum, að menn fóru
þegar að streyma i' skólann úr
öllum sýslum landsins. Aðsókn
og áliti hélt skólinn alla tið
Halldórs sem skólastjóra, þótt
að eins drægi úr aðsókn i bili
(vegna aðstreymis að héraðs-
skólunum, er þeir komu til sög-
unnar), en liún jókst fljótt aft-
ur. Halldór valdi sér ávallt góða
og hæfa kennara og var gott
samstarf milli lians og þeirra.
Á þetta allt er vert að minnast,
þvi að Hvanneyrarskóli býr
enn, — og mun að ég hygg á-
vallt búa að — þvi starfi, sem
Halldór vann á Hvanneyri.
Deyfð ríkti aldrei i lcennslu-
stundom hjá Halldóri. Undir
eins og hann gekk í kennslu-
stofu, fyrirmannlegur og fjör-
legur, beindist öll athyglin að
honum. Kennslan fór að veru-
legu leyti fram með fyrirlestrum.
Skortur var kennslubóka á is-
lenzku, og' þegar ég var i skól-
anum 1912—1914, voru sumar
kennslubækurnar á dönsku og
norsku, en nokkrir nemendur
voru til þess valdir, að „hrað-
rita“ þær og búa undir „hekto-
graferingu", og að henni lok-
inni fengu nemendur hver sitt
eintak, og reyndi bæði á slcarpa
athygli og flýti að skrifa niður,
en nútima hraðritun höfðu nem-
endur ekkert lært. Iíennararnir
voru þessi ár „Pálarnir“ eða þeir
Páll Zophoniasson síðar alþing-
ismaður og búnaðarmálastjóri
og Páll Jónsson, og er það
margra mál, að sjaldan eða aldr-
ei í sögu Hvanneyrarskóla hafi
verið samvaldara kennaralið við
skólann. Leikfimis- og smiða-
kennari var Einar Jónsson, síð-
ar vegaverkstjóri, ágætur maður.
Halldór skólastjóri átti það
til i kennslustundum, að bregða
á leik, ef svo mætti segja, og