Úrval - 01.12.1963, Side 49
ÖGLEYMANLEGUR MAÐUR
61
gera eitthvað eða segja á
skemmtilegan hátt, er gat virzt
gaman eitt til fjörgunar, en fól
þó i sér kjarna þess, sem hann
hafði verið að tala um. Nefni
ég eitt dæmi af þvi tagi. Hall-
dór lagði rika áherzlu á það,
að það brenndist inn i nemend-
ur, hve húsdýraáburðurinn væri
verðmætur, og að hann bæri að
geyma svo, að hann rýrnaði
ekki að gæðum o. s. frv. Er liann
hafði rætt kosti þess, að hafa
sér þrær fyrir lagaráburð, tók
hann sér stöðú fyrir framan
hópinn, sperrti sig nokkuð aft-
ur og andaði djúpt að sér, og
svo frá sér með miklum vel-
þóknunar og ánægjusvip, og
sagði svo:
— Svona anda ég að mér,
piltar mínir, þegar lagaráburð-
urinn er borinn á túnið á vor-
in.
Sumir piltanna, flestir held ég,
fóru að hlæja, og þá byrsti
skólastjóri sig og mælti þrum-
andi röddu:
•—- Þið munduð ekki hlæja,
ef þið hugleiðið, að upp af hon-
um spretta ilmandi fóðurgrös,
sem eiga eftir að verða að bein-
hörðum peningum.
Dag nokkurn fyrir slátt annað
sumarið, sem ég var á Hvann-
eyri, sagði Halldór mér að ná
i hest og riða í Borgarnes eftir
pósti. Lifnaði yfir mér, er hann
sagði að ég skyldi riða Jóhann-
esar-Grána, þvi að hann var dug-
legur ferðahestur, þægilegur
ásetu og viljugur, en gat verið
styggur og þá viðsjáll. Reið ég
greitt sem leið lá að Hvitáryöll-
um og hóaði á ferjumanninn frá
Ferjukoti vestan árinnar. Brátt
gekk hann niður að ánni, skaut
pramma á fiot og reri yfir til
mín. Ég liafði sprett af og lagði
hnakkinn i bátinn og kom mér
fyrir, eftir að hafa losað um
tauminn á klárnum öðrum meg-
in. Mikið var í ánni og dálítil
ágjöf, en nú gerist það er við
erum komnir nær á miðja ána,
að klárinn kippir taumnum úr
hendi mér og syndir til sama
lands. Horfði ég skömmustuleg-
ur á eftir honum en allreiður.
Ferjumaðurinn tók þessu góð-
látlega og reri með mig til baka,
en ekki var ég fyrr stiginn á
land, en klárinn tók undir sig
stökk og hentist eins og byssu-
brendur eftir Hvítárvallaengj-
unum i áttina til Hvítáróss- og
Hvanneyrarengja. Hófust nú á-
tök milli min og Grána, sem
stóðu hátt á þriðju klukkustund,
þvi að ég mátti ekki til þess
hugsa, að fara heim sneyptur
og segja mínar farir ekki sléttar.
Þarna eru kilar og stokkar og
hvað eftir annað tókst mér að
króa Grána inni á tungum milli
stokka, sem hann gat ekki stokk-