Úrval - 01.12.1963, Page 53
AGI Á HEIMILUM OG í SKÓLUM
65
Hætt er líka við því, að oft
megi rekja úlfúð milli foreldra
og kennara til hins einkenn-
andi svars, sem 6 ára gamall
nemandi gaf við athugasemd-
um foreldra: „En ég veit, að
það er ekki rétt. Hún ungfrú
Smith segir allt annað!“ Það
er ekki alltaf auðvelt fyrir kenn-
ara, sem vanur er „andrúms-
lofti“ kennslustofunnar, að gera
sér grein fyrir því, hversu ó-
skapleg áhrif hinar „nýju“ að-
stæður í skólanum kunna að
hafa á lítil börn, Og ekki er það
heldur auðvelt fyrir kennarann
að gera sér grein fyrir því, að
hálfgleymdar eða jafnvel imynd-
aðar minningar foreldra um eig-
in skóladaga kunna að brengla
afstöðu þeirra, þannig að þeir
álíti, að kennarinn sé persóna,
sem alltaf verður að beygja sig
fyrir á lotningarfullan hátt eða
á hinn bóginn persóna, sem
alltaf verður að láta bíða ósig-
ur.
En yfirleitt reynir þó meiri-
hluti foreldra og kennara af
heilum hug að finna rétta leið
gegnum hinn dimma myrkvið,
sem margar hinna svokölluðu
ráðlegginga hafa breytt aga-
vandamálinu í. Og stundum
reyna þeir þetta af slíku alefli,
þótt gagnrýni áhangenda gagn-
stæðra skoðana dragi úr trú
þeirra, að árangurinn virðist svo
lítill, að jaðrar við ósigur.
En samt er aginn i hinni raun-
verulegu merkingu þess orðs
mjög jákvæð og nauðsynleg
þroskaleið. Með agabeitingu eru
bæði foreldrar og kennarar,
hverjir á sínu sviði, að leitast
við að ala barnið upp, hjálpa
því að ná þroska. Aginn hjálpar
barninu til þess að laga sig
eftir óhjákvæmilegum kröfum
og stjórn fjölskyldunnar, skól-
ans og samfélagsins, sem hann
lifir í, og að taka á sig hina
vaxandi ábyrgð, sem fylgir því
sem hann lifir í, og að taka á
sig hina vaxandi ábyrgð, sem
fylgir þvi að vaxa úr grasi, likt
og barnið tekur tækifærunum,
sem því fylgja. Með agabeit-
ingu er barninu veitt sú hand-
leiðsla og þjálfun, sem nauð-
synleg er til þess, að barninu
takist smám saman að þroskast
upp úr hinni eðlilegu kröfu-
girni og sjálfselsku barnsins i
fullorðna persónu, sem gædd
er getu til þess að standa á eig-
in fótum og taka tillit til þarfa
annarra. Þannig er barninu gert
það fært, að það vex upp, að
mæta með góðum árangri hinum
eðlilegu og nauðsynlegu kröfum
heims hinna fullorðnu. Aginn
er nauðsynlegur þáttur uppeld-
isins og menntunarinnar, sam-
kvæmt hinum víðtækasta skiln-
ingi þessara orða.