Úrval - 01.12.1963, Page 54
66
ÚR VAL
Samkvæmt þessum skilningi
virðist aginn vera mjög augljóst
fyrirbrigði, auðvelt viðureignar.
En honum eru tengd ýmis vanda-
mál, og ef til vill eru þau einna
erfiðust fyrir samvizkusama og
góða foreldra og kennara, sem
vilja vel.
Mjög eðlileg er sú ósk barna,
að þeir, sem völdin hafa, veiti
jáyrði öllum þeirra kröfum og
iáti undan bónum þeirra. Flest
viljum við heldur vera veitend-
ur. Við viljum njóta viðurkenn-
ingar og vinsælda fyrir kraft
þess, sem við veitum. Og flest
viljum við komast hjá því að
særa eða jafnvel virðast særa
þá, sem okkur þykir vænt um.
Afleiðing þessa alls verður ó-
hjákvæmilega sú, að það verð-
ur miklu auðveldara að segja
já en nei við óskum barnsins
og kröfum. Það er auðveldara
og fyrirhafnarminna að veita
en að halda að sér hendinni,
einnig að sýna velþóknun en
vanþóknun.
ÁKÖF MÓTMÆLI.
Hið tafarlausa viðbragð sjálfs
barnsins mun svo enn magna
vanda okkar. Ef móður 9 ára
barns finnst, að timi sé kom-
inn, að það fari í háttinn og
segir slíkt við barnið, eru líkur
til þess að barnið muni svara:
„Æ, má ég ekki klára þetta
fyrst?“ eða „Æ, þú ert svo
ströng! Hinir krakkarnir í
bekknum þurfa aldrei að fara
svona snemma i rúmið.“ Jafn-
vel þótt barnið segi þetta ef
til vill ekki, mun svipur þess
greinilega til kynna svipaða
skoðun.
Við slíkar aðstæður er það
aðeins eðliiegt, að foreldrar
fari að velta þvi fyrir sér, hvort
þeir séu kannske of strangir
eða ósanngjarnir. Sé um flókn-
ari aðstæður að ræða og við-
bragð barnsins einkennist af
tárum, skapvonsku eða hinni
ævafornu hótun: „Þið eruð and-
styggileg, og ykkur þykir ekkert
vænt um mig!“, þá kann slíkt
jafnvel að valda enn meiri óróa
foreldranna. Þeir verða áhyggju-
fullir, vegna þess að þeim dett-
ur í hug, að þeir geri barninu
ef til vill illt með agabeitingu
sinni. Þeim finnst, þeir verði
að fara milliveginn og taka
bæði tillit til vanlíðunar barns-
ins á líðandi stund og nauð-
synlegra hegðunarreglna, sem
setja verður öllum börnum, svo
að þau megi verða alin upp með
góðum árangri og verða ham-
ingjusöm í heimi, sem mun ó-
hjákvæmilega gera kröfur til
þeirra.
Svo framarlega sem agi for-
eldranna myndar einn þátt í
öruggum samskiptum foreldra