Úrval - 01.12.1963, Page 56
68
ÚR VAL
mn finnst líka auSveldara að
búast við og viðurkenna stjórn
og valdbeitingu í hinu vélræna
hópumhverfi skólans en í hinu
einstaktingsbundnara andrúms-
lofti heimilisins. En stundum
er auðvitað um að ræða alger-
lega hið gagnstæða.
RÍKARl SKILNINGUR.
Þó er um að ræða sama barn-
ið við báðar þessir aðstæður,
og við getum ekki með nokk-
urri sanngirni litið á barnið í
skólanum og barnið á heimil-
inu sem tvær aðskildar persón-
ur. Foreldrarnir og kennararn-
ir hafa ekki efni á því að vera
andstæðingar. Eigi hlutverk'
þeirra að bæta hvort annað upp
með góðum árangri, verður
bæði foreldrum og kennurum
að lærast að skilja ólíkar skoð-
anir, einstaklingsbundnar tak-
markanir og einstaklingsbundin
tækifæri hvors aðilans fremur
en að fyrtast vegna þessara stað-
reynda.
Ef til vill er það þó þýðingar-
mest, að hvorum aðilanum um
sig lærist að meta jákvæða hæfi-
leika og eiginleika hins aðilans
fremur en að takmarka athyglina
eingöngu við mistök, sem báðum
aðilum hljóta óhjákvæmilega að
verða á öðru hverju. Það er al-
gerlega eðlileg tilhneiging að
snúast til varnar barni sínu eða
uppáhaldsskoðun sinni á réttri
meðferð barna. En það er alveg
eins þýðingarmikið að vera fær
um að sjá hina hlið málsins.
Með því eina móti getur gagn-
kvæm gagnrýni orðið jákvæð.
Aðeins með því móti geta for-
eldrar og kennarar rækt starf
sitt sem jafngildir liðsmenn
sama liðs, sem hefur það að
markmiði að hjálpa barninu til
þess að vaxa upp á þann hátt,
að það verði hæf og hamingju-
söm l'ullorðin persóna. Og þeg-
ar öllu er á botninn hvolft, er
óhætt að segja, að slíkt sé raun-
verulega hið eina markmið þess
starfs.
XXX
Einu sinni fékk sjómaður nokkur bréf að heiman. Félagi hans
varð alveg steinhissa, begar hann sá hann draga óskrifaða papp-
írsörk upp úr umslaginu og stara ákaft á hanr
Þegar hann spurði sjómanninn um ástæðuna, svaraði hann:
„Sko, því er svo farið: Við erum ósátt, konan mín og ég, og
tölumst ekki við um þessar mundir.1