Úrval - 01.12.1963, Qupperneq 58
70
ÚRVAL
heim í götuna okkar og niður
um strompinn um jólaleytið er
löng og ströng. Engu að síður
lcggur einn ferðalangur á sig
þessa krókóttu leið á hverju ári.
Vissulega er hann ekki samur
og liann var eftir ferðina, en
þó er hann ennþá hann heilag-
ur Nikulás, jólasveinninn Santa
Claus.
Sagt er, að Nikulás þessi liafi
fæðzt í Patara i Lyciu og hafi
lielgað lif sitt guði þegar á unga
aldri, verið hnepptur í fangelsi
og pyndaður fyrir trú sína á
dögum Diokletians, en verið
sleppt úr haldi á dögum Ivonst-
antíns. Hann sótt Níkeuþing
sem biskupinn af Myra og dó
6. desember árið 343 e. Kr. Að-
eins tvær setningar eru til um
þennan mann, annað ekki, en
síðan hafa þjóðsögur og munn-
mæli tekið upp þráðinn.
Nikulásardýrkunin hófst ein-
hvern tima fyrir 430 e. Kr., þeg-
ar Justinian keisari byggði
fyrstu kirkjuna til heiðurs Niku-
lási i Konstantínópel. Austur-
landakirkjan tók upp þessa dýrk
un, og Nikulás varð verndar-
dýrlingur Moskvu og Rússlands,
og zarar og aðrir framámenn
tóku upp nafn hans. Nikita er
smækkunarform af þessu nafni.
A Vesturlöndum fóru aðdá-
endur hans í Bari á Ítalíu í leið-
angur árið 1087 til Myra. Þeir
náðu beinum dýrling'sins og fóru
sigri hrósandi með þau heim
til borgar sinnar. Iíirkja var
reist yfir jarðneskar leifar Niku-
lásar, og komið var á fót ár-
legri pílagrímsgöngu, sem enn
er við liði. Þessi átrúnaður náði
til Noregs, þar sem Nikulás
varð verndardýrlingur ásamt
Ólafi helga. Hann er einnig
verndardýrlingur Aberdeen i
Skotlandi. í Englandi, þar sem
heilagur Georg er verndardýr-
lingur, eru 204 kirkjur helgaðar
honum, en 446 heilögum Niku-
lási. Jafnvel fyrir árið 1500 voru
meira en 3000 kirkjur helgaðar
heilögum Nikulási í Þýzkalandi,
Frakkalandi, Belgíu og Hollandi.
Fimm páfar tóku nafn hans og
einnig konungur i Montenegro.
Og Nikulás er einnig sérstakur
verndardýrlingur yngismeyja,
barna, sjómanna, sjóræningja,
veðlánara, kaupmanna og nem-
enda.
í sögum er Nikulási lýst sem
verndara barnanna. I einni sög-
unni, þar sem hann kemur fram
sem velgjörðarmaður yngis-
meyja, bjargar hann dætrum
sárfátæks manns eins frá synd-
ugu líferni. Af öllum sögunum
spratt smám saman sá siður
i Evrópu, einkum í Hollandi,
að gefa gjafir í Iaumi — hnetur
epli og smágjafir, sem faldar
voru í sokkum og skóm barna,