Úrval - 01.12.1963, Blaðsíða 59
NIKULÁS NOKKUR FRÁ PATARA
71
þ. C. desember, sem var dagur
heilags Nikulásar. En heilagur
Nikulás breyttist lítiS, þvi að
Jiann var öldum saman klæddur
i langa skikkju, síðskeggjaður
og fór ýmist um á hestbaki eða
í hestvagni. Menn gerðu sér
hann enn í hugarlund sem dýr-
hng eða biskup. Hvers vegna
breyttist liann þá í jólasveininn
okkar, og hvers vegna fluttist
þessi gjafadagur frá 6. desember
til jólanna?
Svarsins við þessari spurningu
er að leita í Evrópu, og ber þar
tvenns að gæta. í fyrsta lagi
hneigðust menn til joess að færa
allar minni háttar hátíðir í des-
ember til hinnar miklu jólahá-
tiðar, en jólin voru liátiðleg
haldin um svipað leyti og hin
heiðnu vetrarblót Rómverja. I
öðru lagi kom Siðabótin einn-
ig til. Siðabótarmenn reyndu að
má út alla dýrkun •— og jafn-
vel tilvist — dýrlinganna. Þeir
réðust gegn heilögum Nikulási,
og hann hvarf um skeið, en
skaut þó upp kollinum í mis-
munandi gervum: Pere Noél í
Frakklandi, Father Christmas
i Englandi og Knecht Uprecht
og Kris Kringle i Þýzkalandi.
En þessi feiti og sællegi, skeggj-
aði karl á mest tilveru sína að
þakka nokkrum mönnum i New
York. Jólasveinninn er sem
sagt New Yorkbúi.
Sagt hefur verið, en alls ekki
með réttu, að hollenskir land-
nemar hafi kynnt heilagan
Nikulás í Ameríku. En þótt af-
bökun Sinta Nikolaas i Sinter-
klaes hafi fundizt í gamla heim-
inurn (og líklega einnig i nýja
heiminum), kemur það holl-
enzku landnemunum litið við.
En Hollendingar í New Am-
sterdam (New York) gáfu rit-
höfundinum Washington Irving
efni i bók sina Knickerbocker
History árið 1809. Og i þeirri
bók er 25 sinnum minnzt á heil-
agan Nikulás og Santa Claus.
Hinar óhemju vinsældir bókar
Irvings urðu til þess að kynna
heilagan Nikulás fyrir Banda-
ríkjamönnum. Til þessa hafði
dýrlingurinn verið lítt kunnur
þar vestra. Ef Irving hefði eklci
komið til, væri jólasveinninn
líklega ekki til í dag. En i bók
Irvings er heilagur Nikulás enn
tengdur kirkjunni, og þar færir
hann börnunum gjafir og ferð-
ast um á hestvagni.
Rúmum 10 árum siðar, eða
árið 1821, kom út í New York
litil bók, sem bar nafnið Vinur
barnanna. í henni voru átta
vísur, sem helgaðar voru „Santa-
claus“, og er honum þar lýst
þeysandi um háloftin á sleða,
sem einu hnarreistu hreindýri
var beitt fyrir. Að því er við
bezt vitum, er þetta i fyrsta