Úrval - 01.12.1963, Síða 61
NIKULÁS NOKKUR FRÁ PATARA
73
ríkjanna. Og loks komst Nikulás
gamli alla leið til Hvíta Hússins.
ÁriS 1891 sagði Benjamin Harr-
ison forseti við blaSamann
nokkurn: „ViS ætlum að halda
jól upp á gamla mátann, og
sjálfur ætla ég að klæða mig
í jólasveinaföt fyrir börnin. Ef
ég fæ einhverju ráðið í þessum
heimi annríkisins, vona ég, að
sérhver fjölskylda í landinu
fari að dæmi mínu.“
Og þannig varð jólasveinninn
til. Sagan á rætur sínar að
rekja alla leið til Myra í Litlu-
Asíu, en þaðan fór hún um
Ivonstantínópel, Rússland og
Holland alla leið til New York,
og nú þekkir hvert einasta
mannsbarn Nikulás gamla eða
jólasveininn. Nikulás gamli hef-
ur komið víða við, og þetta
hefur verið löng og ströng píla-
grímsganga.
XXX
SÓTTVARNAREFNI 1 KONUMJÓLK.
Læknar við sjúkrahus og við læknadeild háskólans í Fíladelfíu
í Bandaríkjunum gerðu nýlega eftirfarandi tilraunir:
Þeir dældu banvænum skammti af ígerðarbakteríum (staphylo-
coecus aureus) undir húð á fimm til sex vikna gömlum músum.
Bakteriunum var blandað saman. við mjólk, og var konumjólk
notuð í sumar mýsnar en kúamjólk i aðrar. Þetta var endurtek-
ið daglega í hálfan mánuð, og fengu allar mýsnar Þá að lokum
stóran viðbótarskammt af sömu bakteríunum.
Af þeim músum, sem fengu kúamjólkina, drápust 49%, en að-
eins 12% af hinum, sem konumjólkina fengu.
Þá var tilrauninni breytt þannig, að bakteríum og mjólk var
ekki sprautað inn undir húð saman, heldur sitt á hvorum stað
á skrokki músanna. Þetta gafst ekki eins vel, og drápust fleiri
mýs en með fyrri aðferðinni. En einnig hér var árangurinn mun
betri af konumjólk en kúamjólk.
Bæði kúamjólk og konumjólk virðast því hafa varnarefni
gegn þessum skæðu sýklum, sérstaklega konumjólkin. Hver þessi
efni eru, vita menn ekki. Ef til vill er hér um að ræða einhver
efni eða eiginleika í mjólkinni, sem örva mótefnamyndun gegn
sýklunum í likama músanna. (Health Culture).
Sá, sem elskar, er blindur; sá, sem hatar, sér ofsjónir.