Úrval - 01.12.1963, Page 63
/ KRUGERÞJÓÐGARÐINUM SKOÐA ...
75
Allar dýrategundir í garðinum
virðast taka návist manna með
hinni mestu ró, og á þetta ekki
sízt við um Ijónin. En dýrin
tóku ekki þessa afstöðu fyrr
en þau gerðu sér grein fyrir
því, að bifreiðarnar skiptu ekki
neinu máli í baráttu þeirra fyrir
lífinu. Fótgangandi Svertingjar
hafa þó stundum verið særðir
eða drepnir af dýrum i garð-
inum, og hefur þá yfirleitt ver-
ið um að ræða veiðiþjól'a, er
verið hafa einir síns liðs. Sýna
þessir atburðir, að ró og spekt
dýranna er aðeins á yfirborðinu.
Ljónin eru yfirleitt efst á
óskalista gestanna, og bezti stað-
urinn til þess að virða fyrir sér
atferli þeirra er meðfram Ár-
veginum, nokkru frá Skukuza í
átt til Neðri-Sabie. Ég var tíð-
ur gestur á þessari Ieið, þegar
ég var að taka myndir af dýr-
um eða teikna þau, og smám
saman kynntist ég hinum ýmsu
ljónafjölskyldum, atferli þeirra
og sérstökum veiðisvæðum.Ljón-
in urðu jafnvel svo vön návist
minni, að þau notuðu bifreið
mína oft sem skjól, þannig að
þau lágu í leyni á bak við hana
og réðu þar ráðum sínum um
það, hvernig leggja skyldi til
atlögu við fórnardýrin.
Dádýr þau, sem nefnast imp-
ala og er aðalfæða ljónanna í
þessum hluta garðsins, drekka
alltaf á sínum vissu stöðum við
ána, og því er það auðvelt eftir
dálitla æfingu, að gizka á með
nokkurri vissu, hvert ljónahóp-
ur, sem maður mætir eða ekur
fram á á veginum, er að fara.
Þannig getur maður orðið á
undan þeim á staðinn og beðið
þess, hvað gerast muni.
Ljón eru mjög skynsöm dýr.
Maður gerir sér fljótt grein fyrir
því, eftir að hafa virt þau fyrir
sér um tíma að störfum ag leikj-
um. Það er ekkert tilviljunar-
kennt við veiðiaðferðir þeirra,
bæði hvað snertir áætlunina og
framkvæmd hennar. Þar gegnir
hver meðlimur fjölskylduhóps-
ins sínu vissa hlutverki, tekur
sér sína vissu stöðu, tekur fullí
tillit til vindáttarinnar og metur
kosti og galla landslagsins þaul-
æfðum augum. Ung ljón hafa
orðið af margri bráðinni vegna
þrjózku og óþolinmæði, en
hungrið er góður kennari, og
viðvaningarnir eru fljótir að
læra.
Ég álít þó, að bezti tími árs-
ins til þess að skoða dýrin og
lifnaðarhætti þeirra sé i okt-
óbermánuði. Þá er að vísu mjög
heitt, en þá er grasið lágt og
þá eru þurrkar, og er það veiga-
mesta ástæðan, því að þá neyð-
ast dýrin til þess að koma reglu-
lega að vissum velþekktum