Úrval - 01.12.1963, Side 67
ÞJÓÐHETJAN WINSTON CHURCHILL
79
konunga eður ei. Ég býst við,
að afstaða komandi kynslóða til
Churchills muni verða eitthvað
þessu lík, að minnsta kosti
hvað snertir fyrstu ár rikis-
stjórnar hans á árum siðari
heimsstyrjaldhrinnar.
En samt er um ýmsar and-
stæður að ræða, sem komandi
kynslóðum mun finnast vera
einkennilegar. Þessi ár stjórn-
aði Churchill landinu með styrk-
ari stuðning að bakhjarli en
nokkur forsætisráðherra hefur
nokkurn tíma haft. En samt
mátti það vart tæpara standa,
að hann yrði forsætisráðherra,
vegna þess að mikill meirihluti
hans eigin flokks var i andstöðu
við kosningu hans. Hann var í-
haldsmaður, en íhaldsmenn
höfðu vantreyst honum i heilan
mannsaldur. Þeir álitu hann
hrokafullan, matnaðargjarnan
ævintýramann. Þegar Chamber-
lain varð að víkja, hefðu þeir
viljað kjósa Halifax lávarð sem
forsætisráðherra. Georg konungi
C. var meinilla við að verða
að senda eftir Churchill í maí-
mánuði árið 1940, og hann hefði
aldrei gert það, ef það hefði
ekki verið vegna þeirrar heppi-
legu tilviljunar forsjónarinnar,
að svo vildi til, að Halifax var
meðlimur lávarðadeildarinnar.
Hinn raunverulegistuðningurvið
Churchill kom frá bekkjaröðum
þingmanna Verkamannaflokks-
ins, og sama er að segja um
traust á Churchill og hlýhug
gangvart honum.
En svo gerðist enn einn ó-
væntur atburður. Churchill var
forsætisráðherra i fimm ár. Stríð
ið gegn Hitler var unnið. í hin-
um almennu kosningum árið
1945 var Churchill svo vikið frá
völdum. Honum var „sagt upp“,
svo að notuð séu hans eigin orð,
með hjálp risavaxins meirihluta
Verkamannaflokksins i einu
hinu mesta stjórnmálalega um-
róti hinnar löngu sögu Bretlands.
Þessir atburðir munu koma kom-
andi kynslóðum einkennilega
fyrir sjónir, likt og segja má um
núlifandi Bandaríkjamenn. En
sá, sem kom oft inn í bjórstof-
urnar í Lundúnum og talaði við
hermenn og fyrrverandi her-
menn fyrir þær kosningar, gat
ekki orðið undrandi á því, að
kjósendurnir viku honum frá.
Bretar kjósa um flokka, en ekki
menn. Meirihluti þjóðarinnar
óskaði þá eftir stórfelldum þjóð-
félagsbreytingum og endurbót-
um og trúði því ekki, að íhalds-
flokkurinn mundi framkvæma
þær.
Hefði Churchill dáið á sjötugs-
aldri, hefði hann reynzt vera
einn misheppnaðasti sjórnmála-
inaður brezkrar stjórnmálasögu.